Trump: Vladimír hættu

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, lýsti í dag yfir gremju vegna mann­skæðra flug­skeyta­árása Rússa á Kænug­arð, höfuðborg Úkraínu, þar sem hann þrýsti á báða aðila að samþykkja vopna­hlé.

Rúss­ar gerðu stór­fellda eld­flauga­árás á Kænug­arð í nótt þar sem að minnsta kosti níu lét­ust og tug­ir manna eru særðir.

„Ég er ekki ánægður með árás­ir Rússa á Kænug­arð,“ seg­ir Trump í færslu á sam­fé­lags­miðli sín­um, Truth Social, þar sem hann beindi orðum sín­um að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta.

„Ekki nauðsyn­legt, og mjög slæm tíma­setn­ing. Vla­dimír, HÆTTU! 5.000 her­menn á viku eru að deyja. Við skul­um klára friðarsam­komu­lagið,“ skrif­ar Trump.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert