Varar NATO við þriðju heimsstyrjöldinni

Sergei Shoigu.
Sergei Shoigu. AFP/Alexei Danichev

All­ar send­ing­ar friðargæslu­sveita frá Evr­ópu­lönd­um til Úkraínu myndu leiða til beinna árekstra milli Rúss­lands og NATO og hugs­an­lega þriðju heims­styrj­ald­ar.

Þetta sagði fyrr­ver­andi varn­ar­málaráðherr­ann og nú­ver­andi yf­ir­maður rúss­neska ör­ygg­is­ráðsins, Ser­gei Shoigu, við rúss­nesku rík­is­frétta­stof­una Tass.

Shoigu á við svo­kallaða „banda­lag hinna vilj­ugu“, sem er til­raun Frakka og Breta til að leiða sam­an Evr­ópu­ríki sem munu senda friðargæslu­sveit­ir til Úkraínu í lok stríðsins til að viðhalda friði.

„Skyn­sam­ir stjórn­mála­menn í Evr­ópu skilja að fram­kvæmd slíkr­ar at­b­urðarás­ar gæti leitt til beinna árekstra milli NATO og Rúss­lands og jafn­vel valdið þriðju heims­styrj­öld­inni,“ sagði Shoigu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert