This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Aðgerðir Trump-stjórnarinnar gegn háskólunum minna á þann tíma þegar Josesph McCarthy leiddi hóp manna sem hundeltu kommúnista í Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar.
Þetta er mat Steins Jóhannssonar, sem kenndi bandarísk stjórnmál á Íslandi um árabil. Hann ásamt Friðjóni R. Friðjónssyni, borgarfulltrúa, ræddu um atlögu Trump að elítu-háskólum í Bandaríkjunum við Dagmál mbl.is.
Var þar rætt um ákvörðun Trump-stjórnarinnar að frysta fjármagn til Harvard-háskóla auk þess að hóta öðrum elítu-skólum í Bandaríkjunum.
„Ég vil meina að þetta minni á það tímabil þegar litið var á alla sem aðhylltust sósíalisma eða kommúnisma væru andvígir ríkisvaldinu. Þarna er Trump að segja að þeir sem hafi aðra skoðun innan háskólasamfélagsins séu á móti stjórnvöldum og að þeir séu og séu ekki hlynntir stefnu stjórnvalda. Þetta minnir því á gamla tíma frá 1950-1960,“ segir Steinn.
Friðjón segir hins vegar að á hinn bóginn sé erfitt að vera repúblikani í háskólum í Bandaríkjunum. Raunar séu menn fordæmdir fyrir slíkt í vissum háskólum.
„Það er erfiðara að koma út sem repúblikani í háskólunum en samkynhneigður,“ segir Friðjón og vísar þar til orða sem fjölmargir hafa tekið sér í munn. Nefnir hann að repúblikanar séu fordæmdir í sumum háskólum í Bandaríkjunum.