Braut siðareglur til að sjá lík páfans

00:00
00:00

Mynd­ir af frönsku nunn­unni syst­ur Genevieve standa við bæn yfir líki Frans páfa hafa farið sem eld­ur um sinu um ver­ald­ar­vef­inn. Hin 82 ára nunna braut siðaregl­ur með at­hæfi sínu, en kardí­nál­ar stóðu í biðröð til að votta páf­an­um virðingu sína og al­menn­ing­ur hafði enn ekki fengið inn­göngu í Pét­urs­basilík­una.

Genevieve smeygði sér inn og stóð í nokkr­ar mín­út­ur, bað fyr­ir vini sín­um og þerraði tár­in.

Frans páfi og syst­ir Genevieve kynnt­ust fyr­ir 20 árum. Genevieve hafði ferðast frá Róm til Bu­enos Aires til að vera viðstödd út­för frænku sinn­ar, Leonie Duqu­et.

Á þeim tíma var Frans bisk­up í Bu­enos Aires og leist Genevieve ekk­ert á hann, en árum síðar áttu þau eft­ir að þróa með sér mikla vináttu og vinna sam­an að því að hjálpa fá­tæk­um og jaðar­sett­um.

Franska nunnan systir Genevieve sést hér standa við bæn, skammt …
Franska nunn­an syst­ir Genevieve sést hér standa við bæn, skammt frá líki Frans páfa. AFP/​Al­ess­andro Di Meo

„Grét næst­um frá upp­hafi mess­unn­ar til enda“

Duqu­et, frænka Genevieve, var einnig frönsk nunna og fórn­ar­lamb ein­ræðis­ins í Arg­entínu á sín­um tíma. Henni var hent í sjó­inn í einu af hinum al­ræmdu „dauðaflug­um“, aðfaranótt 14. des­em­ber árið 1977, ásamt ann­arri franskri nunnu, Alice Domon og tíu aðgerðar­sinn­um.

Áætlað er að allt að 30.000 manns hafi verið látn­ir hverfa und­ir ein­ræðis­stjórn arg­entínska hers­ins á ár­un­um 1976-1983, marg­ir þeirra pyntaðir og hent í sjó­inn.

Lík Duqu­et skolaðist á land og var grafið í fjölda­gröf en fannst árið 2005. Frans, þáver­andi bisk­up í Bu­enos Aires, samþykkti greftrun henn­ar á lóð Santa Cruz-kirkj­unn­ar, þar sem hún hafði verið í haldi.

„Ég grét næst­um frá upp­hafi mess­unn­ar til enda. Ég gat ekki sætt mig við að hluti kirkj­unn­ar væri á hlið ein­ræðis­stjórn­ar­inn­ar,“ sagði Genevieve í mynd­bandi sem birt var á YouTu­be um vináttu henn­ar við Frans páfa.

Systir Genevieve braut siðareglur með athæfi sínu, en kardínálar stóðu …
Syst­ir Genevieve braut siðaregl­ur með at­hæfi sínu, en kardí­nál­ar stóðu í biðröð til að votta páf­an­um virðingu sína og al­menn­ing­ur hafði enn ekki fengið inn­göngu í Pét­urs­basilík­una. AFP/​Al­ess­andro Di Meo

„Ég var hrædd, það er sann­leik­ur­inn“

Genevieve skrifaði bréf til Frans árið 2005. Henni þótti æðri meðlim­ir kirkj­unn­ar hafa brugðist sér með því að hafa ekki verið viðstadd­ir út­för frænku henn­ar.

Frans, sem var á þeim tíma enn þekkt­ur sem Jor­ge Bergoglio, var viðstadd­ur kirkjuþing bisk­upa í Vatíkan­inu, en hringdi um leið í hana. Genevieve sagðist ekki hafa fengið full­nægj­andi skýr­ing­ar í sím­tal­inu.

Átta árum síðar stóð hún á Pét­urs­torg­inu þegar Frans kom fram sem nýr páfi á svöl­um Pét­urs­basilík­unn­ar.

„Ég setti hend­urn­ar á höfuðið og hugsaði, guð minn góður, hvað mun ger­ast? Ég var hrædd, það er sann­leik­ur­inn,“ sagði hún í mynd­band­inu.

Mætti með LG­BTQ+ hóp í hverri viku

Það var svo boðskap­ur páfans um kirkju fyr­ir fá­tæka sem fékk hana til að skipta um skoðun. Þau þróuðu með sér vináttu eft­ir að Frans bauð Genevieve í messu á heim­ili sínu í Santa Marta í Vatíkan­inu. Frans heim­sótti meira að segja hjól­hýsið þar sem Genevieve bjó, í tív­olíg­arði á Tyr­r­enu­strönd­inni.

Þeir urðu enn nán­ari í Covid-far­aldr­in­um þegar Genevieve bað Frans um að hjálpa tív­olí­starfs­mönn­um sem urðu tekju­laus­ir í far­aldr­in­um og að hitta hóp af trans vænd­is­kon­um í Suður-Am­er­íku.

Eft­ir heims­far­ald­ur­inn, þegar op­in­ber messa hófst á ný, kom Genevieve í hverri viku með hóp fólks úr LG­BTQ+-sam­fé­lag­inu að hitta páfann.

„Ég skrifaði hon­um alltaf smá skila­boð til að segja hon­um hver væri að koma,“ sagði Genevieve.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert