Fimm lögreglumenn fórust í flugslysi

Flugvélin hrapaði í sjóinn skammt frá landi.
Flugvélin hrapaði í sjóinn skammt frá landi. Ljósmynd/X

Fimm taí­lensk­ir lög­reglu­menn fór­ust þegar lít­il flug­vél hrapaði í sjó­inn und­an strönd Prachuap Khiri Khan suður af Bang­kok, höfuðborg Taí­lands.

Archayon Krait­hong, talsmaður lög­regl­unn­ar, seg­ir af fimm af sex lög­reglu­mönn­um sem voru um borð hafi far­ist en sá sjötti hafi verið flutt­ur á sjúkra­hús með al­var­lega áverka.

Flug­mála­yf­ir­völd í Taílandi eru að fara yfir svarta kassa gagna­rit­ara flug­vél­ar­inn­ar til að kom­ast að or­sök­um flug­slyss­ins en flug­vél­in var í til­rauna­flugi til að und­ir­búa fall­hlífaþjálf­un, áður en hún hrapaði í sjó­inn skammt frá, klukk­an 8 að morgni að staðar­tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert