Fimm taílenskir lögreglumenn fórust þegar lítil flugvél hrapaði í sjóinn undan strönd Prachuap Khiri Khan suður af Bangkok, höfuðborg Taílands.
Archayon Kraithong, talsmaður lögreglunnar, segir af fimm af sex lögreglumönnum sem voru um borð hafi farist en sá sjötti hafi verið fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka.
Flugmálayfirvöld í Taílandi eru að fara yfir svarta kassa gagnaritara flugvélarinnar til að komast að orsökum flugslyssins en flugvélin var í tilraunaflugi til að undirbúa fallhlífaþjálfun, áður en hún hrapaði í sjóinn skammt frá, klukkan 8 að morgni að staðartíma.
JUST IN: Police plane crashes in southern Thailand, killing all 6 police officers on board pic.twitter.com/3T0ZXi1nGH
— BNO News Live (@BNODesk) April 25, 2025