George Santos dæmdur í sjö ára fangelsi

George Santos var rekinn úr fulltrúadeildinni árið 2023.
George Santos var rekinn úr fulltrúadeildinni árið 2023. AFP/Olivier Douliery

Geor­ge Santos, fyrr­ver­andi þingmaður re­públi­kana í Banda­ríkj­un­um, var í dag dæmd­ur í 87 mánaða fang­elsi fyr­ir að svíkja fé af póli­tísk­um styrkt­araðilum og ljúga um fjár­mögn­un fram­boðs síns.

Santos játaði sök í fyrra fyr­ir net­fjár­svik og al­var­leg­an auðkenn­isþjófnað. Hann komst á þing árið 2022 og er helst þekkt­ur fyr­ir það að hafa logið ít­rekað um eig­in fortíð.

Hann var rek­inn úr full­trúa­deild­inni í des­em­ber 2023.

Wall Street Journal grein­ir frá. 

Eng­in iðrun

Dóm­ar­inn Jo­anna Sey­bert sagði Santos ekki hafa sýnt neina raun­veru­lega iðrun:

„Hvar er iðrun­in? Hvar sé ég hana?“ spurði hún.

Santos sagði í kjöl­farið grát­andi að hann hefði brugðist trausti kjós­enda og styrkt­araðila en tók um leið fram að hann gæti ekki end­ur­skrifað fortíðina.

Meðal þess sem hann skáldaði um for­sögu sína var til að mynda að hann hefði unnið fyr­ir Goldm­an Sachs, að hann væri gyðing­ur og hefði verið blak­stjarna í mennta­skóla.

Santos komst inn í full­trúa­deild re­públi­kana árið 2022 og átti þátt í að flokk­ur­inn náði ör­litl­um meiri­hluta. Fljót­lega hallaði und­an fæti þegar upp komst að hann var ekki sá sem hann sagðist vera.

Stal kred­it­korta­upp­lýs­ing­um eldri borg­ara

Sak­sókn­ar­ar lýstu Santos sem „sjúk­leg­um lyg­ara“ en Santos stal meðal ann­ars kred­it­korta­upp­lýs­ing­um frá heila­skert­um eldri borg­ur­um og lagði fjár­muni inn á falska kosn­inga­sjóði hjá sér.

Notaði hann svo þá fjár­muni til að greiða fyr­ir lúxusvör­ur og ferðir til Las Vegas.

Santos á að hefja afplán­un fang­els­is­dóms­ins 25. júlí og er gert að vera í fang­elsi í rúm­lega sjö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert