Halla fer að kistu páfa í dag

Halla Tómasdóttir mun fara að kistu páfa í dag og …
Halla Tómasdóttir mun fara að kistu páfa í dag og votta honum virðingu sína. Samsett mynd

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, er nú á leið til Róm­ar til að vera við út­för Frans páfa á morg­un.

Þegar Halla kem­ur til Róm­ar í dag verður það henn­ar fyrsta verk að fara að kistu páfa, þar sem hún stend­ur opin í Pét­urs­kirkj­unni, og votta hon­um virðingu sína. Þetta staðfest­ir Sif Gunn­ars­dótt­ir for­seta­rit­ari í sam­tali við mbl.is.

Útför páfa verður gerð frá Pét­urs­kirkj­unni í Róm á morg­un, en at­höfn­in hefst klukk­an 10 að staðar­tíma.

Þrír full­trú­ar ís­lenskra stjórn­valda verða við út­för­ina, en fyr­ir utan for­seta Íslands eru það Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra og Ein­ar Gunn­ars­son, sendi­herra Íslands gagn­vart Sviss og Páfag­arði.

Tæp­lega 130 þúsund manns hafa nú þegar vottað Frans páfa virðingu sína en kista hans hef­ur verið aðgengi­leg al­menn­ingi frá því hún var flutt í Pét­urs­kirkj­una á þriðju­dag­inn. Henni verður lokað klukk­an 18 í dag að staðar­tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert