Heimsins lengsta jarðarberjaterta bökuð í Frakklandi

00:00
00:00

Það þurfti fjög­ur þúsund egg, 350 kíló af sykri og 450 lítra af rjóma til að baka 121,8 metra langa jarðarberja­köku sem ku vera sú lengsta sem bökuð hef­ur verið.

Yf­ir­bak­ar­inn Youss­ef El Gatou í bæn­um Arg­enteuil í útjaðri Par­ís­ar fékk í lið með sér 20 bak­ara til að búa stærstu köku í heimi og tók bakst­ur­inn heila viku, og kak­an vó 1,2 tonn. Það gef­ur auga leið að hún komst ekki fyr­ir í neinni stofu, held­ur þurfti að leggja und­ir inniskauta­svell til að koma kök­unni fyr­ir á löng­um borðum í kring­um svellið svo íbú­arn­ir gætu barið meist­ara­verkið aug­um.

Slógu met Ítala frá 2019

El Gatou sagði að hann hefði viljað setja met í ein­hverju frá því að hann var gutti. All­ar lík­ur benda til þess að sá æsku­draum­ur hafi ræst, því jarðarberja­tert­an er miklu stærri en 100,48 metra löng jarðarberjakaka sem bökuð var í ít­alska bæn­um San Mauro Tor­in­ese árið 2019 og komst í heims­meta­bók Guinn­ess.

Til þess að kak­an hljóti náð fyr­ir heims­meta­bók Guinn­ess þarf hún að vera að minnsta kosti átta senti­metr­ar á breidd og átta senti­metr­ar á hæð og eft­ir að full­trú­ar frá Heims­meta­bók Guinn­ess höfðu mælt kök­una í bak og fyr­ir var kveðið upp með að jarðarberja­terta El Gatou hefði slegið nýtt heims­met.

Íbúar Arg­enteuil sem fóru að skoða heims­meta­kök­una á skauta­svell­inu síðasta miðviku­dag fengu stykki til að taka með sér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert