Héraðsdómari reyndi að koma manni undan handtöku

Kash Patel og Pam Bondi.
Kash Patel og Pam Bondi. AFP/Joe Raedle

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an (FBI) hand­tók héraðsdóm­ara í Wiscons­in-ríki fyr­ir að hafa reynt að koma ólög­leg­um inn­flytj­anda, Edu­ar­do Flor­es-Ruiz, und­an lög­reglu­mönn­um sem ætluðu að hand­taka Ruiz.

Hannah Dug­an, héraðsdóm­ari í Milwaukee-sýslu, „beindi vilj­andi al­rík­is­full­trú­um frá ein­stak­lingn­um sem þeir ætluðu að hand­taka í dóms­hús­inu henn­ar,“ sagði yf­ir­maður FBI, Kash Patel, í færslu á X.

Í ákæru­skjöl­un­um er lýst at­vik­inu í dóms­hús­inu þar sem sagt að dóm­ar­inn hafi verið æst­ur og verið með slæma fram­komu í garð lög­reglu­manna.

At­vikið er um­deilt og hafa demó­krat­ar for­dæmt það harðlega að dóm­ari hafi verið hand­tek­inn. 

Bondi: Mun­um elta þig upp og ákæra 

Í ákær­unni kem­ur fram að Dug­an hafi fylgt Flor­es-Ruiz út úr rétt­ar­saln­um um hurð sem venju­lega er ein­göngu notuð af kviðdóm­end­um, til þess að koma hon­um und­an lög­regl­unni.

Hún var hand­tek­in og ákærð fyr­ir að hindra rétt­vís­ina, sam­kvæmt því sem Patel sagði í færslu sinni. Ruiz reyndi að flýja en var einnig hand­tek­inn.

Pam Bondi, dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna, sendi harðorða viðvör­un til þeirra sem kunna að vera hýsa ólög­lega inn­flytj­end­ur: „Við mun­um finna ykk­ur.“

„Við erum að senda mjög skýr skila­boð í dag,“ sagði Bondi við Fox News. „Ef þú hjálp­ar til við að fela ein­hvern sem er ólög­lega í þessu landi, mun­um við elta þig uppi og ákæra þig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert