Bandaríska alríkislögreglan (FBI) handtók héraðsdómara í Wisconsin-ríki fyrir að hafa reynt að koma ólöglegum innflytjanda, Eduardo Flores-Ruiz, undan lögreglumönnum sem ætluðu að handtaka Ruiz.
Hannah Dugan, héraðsdómari í Milwaukee-sýslu, „beindi viljandi alríkisfulltrúum frá einstaklingnum sem þeir ætluðu að handtaka í dómshúsinu hennar,“ sagði yfirmaður FBI, Kash Patel, í færslu á X.
Í ákæruskjölunum er lýst atvikinu í dómshúsinu þar sem sagt að dómarinn hafi verið æstur og verið með slæma framkomu í garð lögreglumanna.
Atvikið er umdeilt og hafa demókratar fordæmt það harðlega að dómari hafi verið handtekinn.
Í ákærunni kemur fram að Dugan hafi fylgt Flores-Ruiz út úr réttarsalnum um hurð sem venjulega er eingöngu notuð af kviðdómendum, til þess að koma honum undan lögreglunni.
Hún var handtekin og ákærð fyrir að hindra réttvísina, samkvæmt því sem Patel sagði í færslu sinni. Ruiz reyndi að flýja en var einnig handtekinn.
Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sendi harðorða viðvörun til þeirra sem kunna að vera hýsa ólöglega innflytjendur: „Við munum finna ykkur.“
„Við erum að senda mjög skýr skilaboð í dag,“ sagði Bondi við Fox News. „Ef þú hjálpar til við að fela einhvern sem er ólöglega í þessu landi, munum við elta þig uppi og ákæra þig.“