Mangione lýsti sig saklausan

Luigi Mangione.
Luigi Mangione. AFP

Luigi Mangi­o­ne, sem hef­ur verið ákærður fyr­ir morðið á Bri­an Thomp­son, for­stjóra stærsta sjúkra­trygg­inga­fyr­ir­tæk­is Banda­ríkj­anna, lýsti sig sak­laus­an af ákær­um al­rík­is­ins í dag er hann var leidd­ur fyr­ir dóm í New York.

Mangi­o­ne er ákærður bæði fyr­ir rík­is­dóm­stól í New York og í al­rík­is­dóm­stól fyr­ir morðið. Hann hef­ur nú lýst sig sak­laus­an í báðum mál­um, og því verða tvö aðskil­in rétt­ar­höld.

Gæti fengið dauðarefs­ingu

Verði hann sak­felld­ur fyr­ir rík­is­dóm­stóln­um gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðardóm án mögu­leika á reynslu­lausn.

Verði Mangi­o­ne fund­inn sek­ur fyr­ir al­rík­is­dóm­stóln­um mun kviðdóm­ur ákv­arða hvort mæla eigi með dauðarefs­ingu.

Dag­setn­ing rétt­ar­halda kynnt í des­em­ber

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá því að verj­end­ur Mangi­o­nes hafi óskað eft­ir því að rétt­ar­höld fyr­ir al­rík­is­dóm­stóln­um fari fram fyrst, þar sem mögu­leiki er þar á dauðarefs­ingu, en búið var að ákveða að rétt­ar­höld rík­is­dóm­stóls­ins yrðu á und­an.

Þá til­kynnti dóm­ari máls­ins rétt­in­um að næsta þing­hald yrði í des­em­ber og verður þá dag­setn­ing rétt­ar­hald­anna kynnt.

Stuðningsmenn Luigis voru mættir fyrir utan dómstólinn í New York …
Stuðnings­menn Luig­is voru mætt­ir fyr­ir utan dóm­stól­inn í New York fyrr í dag. SPENCER PLATT
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert