Rússland og Úkraína „mjög nálægt samkomulagi“

Trump virðist bjartsýnn á árangur.
Trump virðist bjartsýnn á árangur. AFP/Mandel Ngan

For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, seg­ir að Rúss­land og Úkraína séu „mjög ná­lægt“ vopna­hlés­sam­komu­lagi og hvet­ur stríðandi fylk­ing­ar til að hitt­ast og ganga frá því form­lega.

„Góður dag­ur í viðræðum og fund­um með Rússlandi og Úkraínu. Þær [þjóðirn­ar] eru mjög ná­lægt sam­komu­lagi,” skrifaði Trump á Truth Social og bætti við að hátt­sett­ir emb­ætt­is­menn beggja ríkja ættu að hitt­ast „til að klára málið.“

Rúss­land og Úkraína hafa ekki átt í bein­um viðræðum um átök­in síðan þau hóf­ust í fe­brú­ar 2022 en Banda­rík­in eiga í viðræðum við báða aðila hvor í sínu lagi í til­raun til að binda endi á átök­in.

Ekki sam­mála um Krímskaga

Steve Wit­koff, er­ind­reki Hvíta húss­ins sem fer fyr­ir samn­inga­nefnd Banda­ríkja­manna, fundaði í dag með Vla­dimír Pútín í þrjá klukku­tíma þar sem mögu­legt vopna­hlé bar á góma.

Trump sagði í viðtali við TIME tíma­ritið í dag: „Krímskagi mun vera áfram und­ir stjórn Rússa og Selenskí skil­ur það.“

Í kjöl­farið var Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti spurður út í þessi um­mæli en hann ít­rekaði að Krímskag­inn, sem Rúss­ar her­námu árið 2014, væri í eigu Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert