Segist hafa rætt við Xi Jinping um tollamál

00:00
00:00

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, sagðist hafa rætt við Xi Jin­ping, for­seta Kína um tolla­mál. Frá þessu grein­ir hann í viðtali við Time Magaz­ine.

Tvö stærstu hag­kerfi heims­ins eru í viðkvæmri stöðu vegna nýrra tolla sem Trump lagði á kín­versk­ar vör­ur sem marg­ar hverj­ar bera nú 145 pró­senta tolla.

Samsett mynd sem sýnir þá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Xi …
Sam­sett mynd sem sýn­ir þá Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta og Xi Jin­ping, for­seta Kína. AFP

Kín­verj­ar neita því að þeir séu í samn­ingaviðræðum við Banda­ríkja­menn en í viðtal­inu seg­ist Trump bjart­sýnn á að lönd­in nái sam­komu­lagi á næstu vik­um. Hann seg­ir að Kín­verj­ar hafi ákveðna tölu í huga en seg­ist ekki ætla að gefa mikið eft­ir.

Tolla­hækk­un­in sem Trump seg­ir að sé hefnd fyr­ir ósann­gjarna viðskipta­hætti sem og til­raun til að end­ur­heimta banda­ríska fram­leiðslu­getu, hef­ur valdið mikl­um usla á mörkuðum og vakið ótta við alþjóðlegt sam­drátt­ar­skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert