Selenskí: Krímskaginn tilheyrir Úkraínu

Trump sagði fyrr í dag að Selenskí skildi það að …
Trump sagði fyrr í dag að Selenskí skildi það að Krímskaginn yrði áfram undir stjórn Rússa. AFP/Tetiana Szhafarova

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti ít­rek­ar að Krímskag­inn sé úkraínskt land en landsvæðið var her­numið af Rúss­um árið 2014. Banda­ríkja­for­seti sagði í dag að Krímskag­inn yrði áfram und­ir stjórn Rússa. 

Banda­rík­in hafa ekki op­in­berað smá­atriðin í friðar­til­lög­um sín­um, en hafa meðal ann­ars gefið í skyn að yf­ir­ráð Rússa á Krímskaga verði viður­kennd gegn friði.

„Afstaða okk­ar er óbreytt,“ sagði Selenskí við blaðamenn í Kænug­arði þegar hann var spurður um Kríma­skag­ann. „Stjórn­ar­skrá Úkraínu kveður á um að öll tíma­bundnu her­teknu svæðin til­heyri Úkraínu.“

Wit­koff fundaði með Pútín

Trump sagði í viðtali við TIME tíma­ritið í dag:

„Krímskagi mun vera áfram und­ir stjórn Rússa og Selenskí skil­ur það.“

Steve Wit­koff, er­ind­reki Hvíta húss­ins sem fer fyr­ir samn­inga­nefnd Banda­ríkja­manna, fundaði í dag með Vla­dimír Pútín í þrjá klukku­tíma þar sem mögu­legt vopna­hlé bar á góma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert