Útför Frans páfa fer fram frá Péturskirkjunni í Róm í dag og verður hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu hér fyrir neðan.
Talið er að um 140 þúsund gestir séu samankomnir í Róm og við Péturstorgið vegna útfararinnar og fjöldi þjóðarleiðtoga sækir athöfnina, þar á meðal Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.
Donald Trump Bandaríkjaforseti, Volodimír Selenskí Úkraínuforseti, og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, eru einnig meðal þjóðarleiðtoga sem sækja útförina.