„Ég myndi því fara mjög varlega“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Eng­inn vafi leik­ur á því að stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um eru með svarta lista um nem­end­ur sem ekki eru yf­ir­völd­um þókn­an­leg­ir að mati Friðjóns R. Friðjóns­son­ar, borg­ar­full­trúa og áhuga­manns um banda­rísk stjórn­mál.

    Sög­ur ber­ast af því að alþjóðleg­ir nem­end­ur í Banda­ríkj­un­um ótt­ist um stöðu sína og í frétt Wall Street Journal frá því í gær seg­ir að alþjóðleg­ir nem­end­ur séu að beita sér fyr­ir því að skoðanap­istl­um og öðru sem þeir hafa látið frá sér verði eytt áður en stjórn­völd kom­ast á snoðir um þá.

    Steinn Jó­hanns­son, fyrr­um kenn­ari í banda­rísk­um stjórn­mál­um og Friðjón ræddu við Dag­mál mbl.is um aðför Trump-stjórn­ar­inn­ar að elítu-há­skól­um í Banda­ríkj­un­um. 

    Völd inn­flytj­enda­eft­ir­lits­ins mik­il 

    „Fólk þarf að fara miklu var­leg­ar núna, bæði þegar það er í há­skóla í Banda­ríkj­un­um og þegar fólk er að koma á grund­velli at­vinnu­leyf­is. Fólk þarf að sýna sím­ana sína og það get­ur verið farið í gegn­um sam­fé­lags­miðla, hvernig þú hef­ur tjáð þig og deilt mynd­um. Völd inn­flytj­enda­eft­ir­lits­ins eru gríðarlega mik­il og það hef­ur eng­inn lögvar­in rétt­indi til að fara inn í landið. Eft­ir­litið get­ur því stoppað þig, haldið þér og snúið þér til baka ef þeim lík­ar ekki eitt­hvað sem þú hef­ur sagt eða gert. Ég myndi fara mjög var­lega,“ seg­ir Friðjón.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert