Fundurinn í dag gæti orðið sögulegur

Fundur leiðtoganna stóð í um 15 mínútur í Péturskirkjunni.
Fundur leiðtoganna stóð í um 15 mínútur í Péturskirkjunni. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti seg­ir þá Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta hafa rætt um skil­yrðis­laust vopna­hlé á milli Rússa og Úkraínu­manna á um 15 mín­útna fundi sem þeir áttu í Pét­urs­kirkj­unni í Róm fyr­ir út­för Frans páfa í morg­un.

Þetta kem­ur fram í færslu hans á sam­fé­lags­miðlin­um X. Selenskí seg­ir fund­inn hafa verið tákn­ræn­an og að hann geti jafn­framt orðið sögu­leg­ur.

„Við rædd­um margt aug­liti til aug­lit­is. Vona að við náum niður­stöðu í þeim mál­um sem við rædd­um; að vernda líf fólks­ins okk­ar og skil­yrðis­laust vopna­hlé. Að við semj­um um var­an­leg­an frið og kom­um í veg fyr­ir að annað stríð brjót­ist út,“ seg­ir Selenskí í færsl­unni.

„Mjög tákn­rænn fund­ur sem gæti orðið sögu­leg­ur, ef náum sam­eig­in­legri niður­stöðu,“ seg­ir hann jafn­framt.

Til stóð að leiðtog­arn­ir myndu hitt­ast aft­ur í dag en af því verður ekki.

Fyrsti fund­ur síðan í Hvíta hús­inu

Var þetta í þetta í fyrsta skipti sem Trump og Selenskí hitt­ust síðan þeir áttu hita­fund í Hvíta hús­inu í lok fe­brú­ar þar sem ræða átti mögu­leg­an friðarsamn­ing við Rússa og sam­komu­lag um jarðefna­auðlind­ir.

Þá sauð nán­ast up­p­úr á milli þeirra og vísaði Trump Selenskí á dyr í kjöl­far fund­ar­ins. Þá höfðu bæði Trump og J.D Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, sagt Selenskí vanþakk­lát­an og sakað hann um van­v­irðingu í garð Banda­ríkj­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert