Hamas sögð opin fyrir 5 ára vopnahléi

Hamas-samtökin höfunuðu nýlega tillögu Ísraela um vopnahlé á Gasa.
Hamas-samtökin höfunuðu nýlega tillögu Ísraela um vopnahlé á Gasa. AFP/Bashar Taleb

Ham­as-sam­tök­in eru sögð opin fyr­ir því að skoða sam­komu­lag sem fel­ur í sér að öll­um gísl­um verði sleppt gegn því að fimm ára vopna­hlé taki gildi á Gasa.

Þetta hef­ur AFP-frétta­stof­an eft­ir emb­ætt­is­manni á veg­um sam­tak­anna. Ekki kem­ur fram hverj­ar frek­ari kröf­ur Ham­as yrðu í slíku sam­komu­lagi. Þá hafa Ísra­el­ar ekki tjá sig um til­lög­una.

Viðræður um vopna­hlé munu eiga sér stað í Kaíró í Egyptalandi í dag en ekki eru nema nokkr­ir dag­ar síðan Ham­as hafnaði til­lögu Ísra­els um sex vikna vopna­hlé á Gasa-svæðinu. Var þar gerð krafa um að sam­tök­in myndu leggja niður vopn á tíma­bil­inu.

Hátt­sett­ur palestínsk­ur emb­ætt­ismaður sagði þá í sam­tali við BBC að í því sam­komu­lagi hefði ekki verið að finna nein­ar skuld­bind­ing­ar um að binda enda á stríðið eða brott­flutn­ing ísra­elskra her­manna frá Gasa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert