Hamas-samtökin eru sögð opin fyrir því að skoða samkomulag sem felur í sér að öllum gíslum verði sleppt gegn því að fimm ára vopnahlé taki gildi á Gasa.
Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir embættismanni á vegum samtakanna. Ekki kemur fram hverjar frekari kröfur Hamas yrðu í slíku samkomulagi. Þá hafa Ísraelar ekki tjá sig um tillöguna.
Viðræður um vopnahlé munu eiga sér stað í Kaíró í Egyptalandi í dag en ekki eru nema nokkrir dagar síðan Hamas hafnaði tillögu Ísraels um sex vikna vopnahlé á Gasa-svæðinu. Var þar gerð krafa um að samtökin myndu leggja niður vopn á tímabilinu.
Háttsettur palestínskur embættismaður sagði þá í samtali við BBC að í því samkomulagi hefði ekki verið að finna neinar skuldbindingar um að binda enda á stríðið eða brottflutning ísraelskra hermanna frá Gasa.