Hundruð þúsunda viðstödd útför Frans páfa

00:00
00:00

Hundruð þúsunda syrgj­enda, þar á meðal leiðtog­ar víðs veg­ar að úr heim­in­um, voru viðstödd jarðarför Frans páfa í dag.

Frá Íslandi voru viðstödd Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra og Ein­ar Gunn­ars­son, sendi­herra Íslands gagn­vart Páfag­arði.

Fjölmargir þjóðarleiðtogar voru viðstaddir útförina. Á fremsta bekk vinstra megin …
Fjöl­marg­ir þjóðarleiðtog­ar voru viðstadd­ir út­för­ina. Á fremsta bekk vinstra meg­in á mynd­inni má sjá Höllu Tóm­as­dótt­ur, for­seta Íslands, en henni á vinstri hönd sit­ur Michael D. Higg­ins, for­seti Írlands. AFP/​Isa­bella Bo­notto

Vildi opna kaþólsku kirkj­una

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vatíkan­inu komu alls um 400.000 manns sam­an á Pét­urs­torgi og við göt­ur Róm­ar til að votta virðingu sína og kveðja fyrsta leiðtoga kaþólsku kirkj­unn­ar af rómönsk­um upp­runa.

Á þeim tólf árum sem Frans páfi leiddi kaþólsku kirkj­una lagði hann áherslu á að gera þessa alda­gömlu stofn­un aðgengi­legri fyr­ir fleiri og sýndi bæði skiln­ing og sam­kennd gangvart hóp­um sem áður höfðu verið jaðar­sett­ir gagn­vart kirkj­unni.

Frá­fall hans vakti djúp­ar til­finn­ing­ar og viðbrögð um all­an heim.

Lagður til hinstu hvílu í kirkju hinn­ar heil­ögu Maríu

Gi­ovanni Batt­i­sta kardí­náli flutti pré­dik­un við at­höfn­ina þar sem hann heiðraði embætt­is­setu páfans en hátíðleg at­höfn­in varði í um tvær klukku­stund­ir.

Kistu páfa var þá ekið á páfa­bíln­um um göt­ur Róm­ar til kirkju hinn­ar heil­ögu Maríu þar sem hann var lagður til hinstu hvílu.

Útför páfa mark­ar upp­haf níu daga op­in­bers sorg­ar­tíma­bils í Vatíkan­inu áður en kardí­nál­ar koma sam­an til þings til að kjósa nýj­an páfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert