Segist tilbúinn í hlutlausa rannsókn

Óttast er að spennan á milli Indlands og Pakistan muni …
Óttast er að spennan á milli Indlands og Pakistan muni stigmagnast. AFP/Asif Hassan

Shehbaz Sharif, for­sæt­is­ráðherra Pak­ist­an, seg­ist vera til­bú­inn í hlut­lausa rann­sókn á mann­skæðri skotárás sem átti sér stað í Pahal­gam, vin­sælu ferðamanna­svæði í suðaust­ur­hluta Kasmír-héraðs, á þriðju­dag. Svæðið lýt­ur ind­verskri stjórn, en norður­hlut­inn til­heyr­ir hins veg­ar Pak­ist­an. 

26 ferðamenn lét­ust árás­inni sem er sú mann­skæðasta í Kasmír-héraði í ald­ar­fjórðung. Um var að ræða ind­verska ferðamenn, fyr­ir utan einn Nepala.

Spenna á milli Ind­lands og Pak­ist­an hef­ur auk­ist hratt í kjöl­far árás­ar­inn­ar en stjórn­völd á Indlandi segja Pak­ist­an bera ábyrgð á henni og hafa meðal ann­ars fyr­ir­skipað öll­um pakistönsk­um rík­is­borg­ur­um að yf­ir­gefa landið fyr­ir 29. apríl.

Ótt­ast er að spenn­an muni stig­magn­ast og leiða til hernaðarátaka á milli ríkj­anna.

Sharif, for­sæt­is­ráðherra Pak­ist­an, seg­ir að her­inn sé í viðbragðsstöðu og til­bú­inn að verja full­veldi lands­ins, ger­ist þess þörf.

Lög­regl­an hef­ur sagt að tveir árás­ar­menn­irn­ir séu pak­ist­ansk­ir rík­is­borg­arar og liðsmenn sam­tak­anna Lashk­ar-e-Taiba (LeT), sem eiga ræt­ur sín­ar að rekja til Pak­ist­ans.

Þó hafa önn­ur hryðju­verka­sam­tök, And­spyrnu­fylk­ing­in (The Res­ist­ance Front), TRF, lýst ábyrgð á árás­inni. Eru þau sam­tök tal­in vera af­sprengi LeT.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert