Útför Frans páfa, sem fór fram á Péturstorginu í Róm í morgun, er nú lokið og verið er að aka með kistu hans á páfabílnum til kirkju heilagrar Maríu, þar sem hann verður lagður til hinstu hvílu.
Frans páfi verður fyrsti páfinn í heila öld til að hvíla utan Vatíkansins. En það var hans eigin ósk.
Talið er að yfir 250 þúsund manns hafi komið saman í og við Péturstorgið á meðan útförin fór fram í morgun, samkvæmt yfirvöldum í Róm á Ítalíu.
Fjöldi þjóðarleiðtoga var við útförina, þar á meðal Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, Donald Trump Bandaríkjaforseti, Volodimír Selenskí Úkraínuforseti, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands.