Yfir 250 þúsund manns við útför páfa

Ekið er með kistu páfa til kirkju heilagrar Maríu.
Ekið er með kistu páfa til kirkju heilagrar Maríu. AFP/Andrej Isakovic

Útför Frans páfa, sem fór fram á Pét­urs­torg­inu í Róm í morg­un, er nú lokið og verið er að aka með kistu hans á páfa­bíln­um til kirkju heil­agr­ar Maríu, þar sem hann verður lagður til hinstu hvílu.

Frans páfi verður fyrsti páfinn í heila öld til að hvíla utan Vatík­ans­ins. En það var hans eig­in ósk.

Fjölmargir þjóðarleiðtogar voru viðstaddir útförina.
Fjöl­marg­ir þjóðarleiðtog­ar voru viðstadd­ir út­för­ina. AFP/​Isa­bella Bo­notto

Talið er að yfir 250 þúsund manns hafi komið sam­an í og við Pét­urs­torgið á meðan út­för­in fór fram í morg­un, sam­kvæmt yf­ir­völd­um í Róm á Ítal­íu.

AFP/​Al­berto Pizzoli

Fjöldi þjóðarleiðtoga var við út­för­ina, þar á meðal Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti, Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti, Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, og Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands.



AFP/​Isa­bella Bo­notto
AFP/​Mandel Ngan
AFP/​Tizi­ana Fabi
AFP/​Fil­ippo Monteforte
AFP/​Mandel Ngan
AFP/​Andrej Isa­kovic
AFP/​Tizi­ana Fabi
AFP/​Tizi­ana Fabi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert