25 látnir eftir sprengingu í Íran

Reykstrókur stígur upp úr höfninni en mikil sprenging var þar …
Reykstrókur stígur upp úr höfninni en mikil sprenging var þar í gær. AFP

Á þriðja tug lét­ust og fjöl­marg­ir særðust í spreng­ingu við gáma­höfn í borg­inni Band­ar Abbas í Íran í gær.

Í kjöl­far spreng­ing­ar­inn­ar kviknaði eld­ur og hon­um fylgdi mik­ill reyk­ur. Skól­ar og skrif­stof­ur í allt að 23 kíló­metra fjar­lægð eru lokuð vegna speng­ing­ar­inn­ar.

Nú nem­ur fjöldi lát­inna að minnsta kosti 25, að sögn fjöl­miðils­ins Tasnim sem hef­ur þetta eft­ir yf­ir­völd­um á svæðinu.

Óljóst er hvað olli sprenginunni.
Óljóst er hvað olli spreng­in­unni. AFP/​Rauði hálf­mán­inn í Íran

Eld­ur geis­ar enn á svæðinu og talið er að hætta sé á því að hann breiðist enn frek­ar út. Mik­ill viðbúnaður er á staðnum. Ekki ligg­ur ljóst fyr­ir hvað olli spreng­ing­unni.

Masoud Pezes­hki­an, for­seti Írans, vottaði í gær fjöl­skyld­um fórn­ar­lambanna samúð sína. Hann og Esk­and­ar Momeni inn­an­rík­is­ráðherra munu heim­sækja svæðið.

Að sögn for­set­ans særðust hið minnsta 750 manns.

Vinnu­vik­an í Íran hefst á laug­ar­dög­um, því voru fjöl­marg­ir starfs­menn á svæðinu. Höfn­in sem um ræðir heit­ir Shahid Raja­ee, hún er staðsett ná­lægt Horm­uz-sundi þar sem olíu­fram­leiðsla fer fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert