Kanadamenn kjósa í skugga hryllingsins

Fyrir örfáum mánuðum voru frjálslyndir að tapa í skoðanakönnunum, þar …
Fyrir örfáum mánuðum voru frjálslyndir að tapa í skoðanakönnunum, þar sem þeir mældust 25 prósentustigum fyrir aftan Íhaldsflokkinn. Nú hafa þeir snúið vörn í sókn. AFP

Kan­ada­menn ganga til kosn­inga á morg­un þar sem bú­ist er við enn öðrum sigri Frjáls­lynda flokks­ins. En lík­lega mun árás helgar­inn­ar í Vancou­ver skyggja á kosn­ing­arn­ar. 

Mark Car­ney hafði ný­lega tekið við sem for­sæt­is­ráðherra Kan­ada og sem formaður frjáls­lyndra þegar hann boðaði til ­skyndi­kosn­ing­a í lok mars.

Þá voru Frjáls­lyndi flokk­ur­inn og Íhalds­flokk­ur­inn nán­ast hníf­jafn­ir í könn­un­um en fram að því virt­ust íhalds­menn hafa pálm­ann í hönd­un­um. Í des­em­ber leiddu þeir nefni­lega kann­an­ir með 25 pró­sentu­stig­um. 

En nú þegar Kan­ada­menn ganga að kjör­borðinu eru frjáls­lynd­ir bún­ir að snúa vörn í sókn og hafa aft­ur náð tals­verðri for­ystu í skoðana­könn­un­um.

Að meðaltali mæl­ast frjáls­lynd­ir með 42,5% fylgi í skoðana­könn­un­um. Íhalds­flokk­ur­inn, und­ir for­ystu Pier­re Poilievre, mæl­ist með 38,7% fylgi, sam­kvæmt sam­an­tekt rík­is­út­varps Kan­ada, CBC

Þess­ar niður­stöður myndu tryggja frjáls­lynd­um hrein­an meiri­hluta á þing­inu, 189 sæti. En íhalds­mönn­um er spáð 125 sæt­um. Qué­bec-flokkn­um, sem vill að Qué­bec-fylki verði sjálf­stætt ríki, er spáð um 23 sæt­um. 

Trump í miðju skot­skíf­unn­ar

Í byrj­un árs sagði Just­in Trudeau af sér sem formaður flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra lands­ins til níu ára. Og um svipað leyti steig Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti aft­ur inn í Hvíta húsið.

Trump hef­ur frá upp­hafi kjör­tíma­bils síns m.a. átt í hót­un­um við Kan­ada­menn um að inn­lima þá sem 51. ríki lands­ins, en hef­ur einnig gert þá að sér­stöku skot­marki í tolla­stríði sínu.

Í aðdrag­anda kosn­inga virðist því Trump-skuggi vofa yfir öll­um kosn­inga­mál­um og flokks­for­menn­irn­ir í Kan­ada hafa í auknu mæli skotið að Trump, í von um að sann­færa samlanda sína um að þeir séu rétti kost­ur­inn til að tak­ast á við Banda­ríkja­for­set­ann.

Níu látn­ir eft­ir árás

Ann­ar skuggi vof­ir þó yfir Kan­ada­mönn­um í dag. Að minnsta kosti níu eru látn­ir og fleiri særðir eft­ir að bíl var ekið gegn­um mann­fjölda á götu­hátíð í Vancou­ver í nótt.

Aðeins einn er grunaður um verknaðinn, þrítug­ur maður sem er nú í varðhaldi. Lög­reglu­yf­ir­völd segj­ast kann­ast við hann en gefa ekki upp hvort hann hafi hreina saka­skrá.

Ásetn­ing­ur meints ger­anda er óljós en lög­regl­an skrifaði á sam­fé­lags­miðla að hún væri „sann­færð“ um að ákeyrsl­an hafi „ekki verið hryðju­verk“. Lög­regl­an hef­ur enn ekki gefið upp hversu marg­ir eru særðir.

Þjóðin er í áfalli eft­ir at­vikið og hafa for­menn flokk­anna all­ir vottað fórn­ar­lömb­um sína samúð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert