Kjarnorkuvopnunum „miðað á Indland“

Myndir frá mótmælum í Pakistan, þar sem menn brenndu borða …
Myndir frá mótmælum í Pakistan, þar sem menn brenndu borða með myndum af forsætisráðherra Indlands sem og þjóðfána Indlands. AFP/Arif Ali

Eft­ir skelfi­lega hryðju­verka­árás í Kasmír­héraði í Indlandi í síðustu viku, þar sem 26 óbreytt­ir borg­ar­ar voru myrt­ir, hef­ur spenn­an á milli Ind­lands og Pak­ist­ans stór­auk­ist. Þjóðirn­ar eru erkióvin­ir og búa báðar yfir fjöl­menn­um herafla sem og kjarn­orku­vopn­um.

Í kjöl­far árás­ar­inn­ar hef­ur Nar­endra Modi, for­sæt­is­ráðherra Ind­lands, rætt við tugi heims­leiðtoga og þá hafa diplómat­ar frá 100 sendi­ráðum í Nýju Delí verið kallaðir til fund­ar í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Sam­kvæmt heim­ild­um New York Times bein­ist þessi viðleitni hins veg­ar síður að því að draga úr spennu við Pak­ist­an, held­ur virðist Ind­land vera að und­ir­búa mál­flutn­ing fyr­ir mögu­leg­ar hernaðaraðgerðir gegn ná­granna sín­um.

Dag­blaðið New York Times grein­ir frá. 

Hafna aðild að árás­inni

Hryðju­verka­árás­in var í Pahal­gam, sem er vin­sælt ferðamanna­svæði í suður­hluta Kasmír-héraðsins, sem lýt­ur ind­verskri stjórn á meðan norður­hluti Kasmír til­heyr­ir Pakk­ist­an.

Að sögn vitna komu árás­ar­menn­irn­ir úr nær­liggj­andi skógi og skutu með sjálf­virk­um vopn­um. Þeir aðskildu karla frá kon­um og börn­um, og var karl­mönn­un­um skipað að fara með trú­ar­játn­ingu múslima. Þeir sem það gátu ekki voru tekn­ir af lífi.

Modi hét í ræðu á fimmtu­dag „þung­um refsiaðgerðum“ og út­rým­ingu „at­hvarfa hryðju­verka­manna“, án þess þó að nefna Pak­ist­an sér­stak­lega.

Pak­ist­an hef­ur í gegn­um tíðina stutt mikið við hryðju­verka­sam­tök en hafna allri aðild að þess­ari árás.

Kjarn­orku­vopna­forðinn ekki „til sýn­is“

Ind­versk stjórn­völd hafa aft­ur á móti kennt Pak­ist­an um árás­ina. Lög­regl­an hef­ur sagt að tveir árás­ar­menn­irn­ir séu pak­ist­ansk­ir rík­is­borg­arar og liðsmenn sam­tak­anna Lashk­ar-e-Taiba (LeT), sem eiga ræt­ur sín­ar að rekja til Pak­ist­ans.

Á fund­um með diplómöt­um hafa Ind­verj­ar vísað í fyrri stuðning Pak­ist­ans við hryðju­verka­hópa og nefnt tækni­leg­ar sann­an­ir, svo sem and­lits­grein­ing­ar­gögn, sem þeir segja tengja árás­ar­menn­ina við pakistönsk stjórn­völd.

Skot­hríð hef­ur átt sér stað á landa­mær­un­um und­an­farna daga á milli pak­ist­anskra og ind­verskra her­sveita en enn sem komið er hef­ur það ekki farið úr bönd­un­um.

Um helg­ina varaði innviðaráðherra Pak­ist­ans, Hanif Abbasi, Ind­land við og minnti á að kjarn­orku­vopna­forði Pak­ist­ans væri „ekki til sýn­is.“ 

Þá tók hann fram að lang­dræg­um eld­flaug­um Pak­ist­ans, sem bera kjarn­orku­sprengj­urn­ar, væri öll­um „miðað á Ind­land.“

Narendra Modi.
Nar­endra Modi. AFP/​Saijad Hussain

Hörð viðbrögð við árás­inni

Viðbrögð Ind­lands við árás­inni hafa verið hörð. Ind­land ætl­ar tíma­bundið að segja upp vatnsaðstoðarsamn­ingi frá 1960, sem fel­ur í sér gagn­kvæma aðstoð ná­granna­ríkj­anna við að halda úti neyðar­vatns­birgðum á Himalaja­svæðinu.

Einnig verður stærsta landa­mæra­hliðinu milli Ind­lands og Pak­ist­ans lokað og öll­um pakistönsk­um rík­is­borg­ur­um gert að yf­ir­gefa Ind­land fyr­ir 29. apríl, að und­an­skild­um diplómöt­um.

Pak­ist­an hef­ur svarað aðgerðunum í sömu mynt. Verður ind­versk­um diplómöt­um vísað úr landi og vega­bréfs­árit­an­ir fyr­ir ind­verska rík­is­borg­ara aft­ur­kallaðar.

Þá hef­ur Pak­ist­an einnig lokað loft­helgi sinni fyr­ir ind­versk flug og sagt að ef Ind­land reyni að stöðva vatns­flæði neyðar­vatns­birgða verði litið á það sem „stríðsaðgerð“ sem verði svarað af full­um þunga.

Mótmæli gegn Indlandi hafa blossað upp víða í Pakistan.
Mót­mæli gegn Indlandi hafa blossað upp víða í Pak­ist­an. AFP/​Arif Ali

Alls­herj­ar stríð ólík­legt

Stig­mögn­un milli Ind­lands og Pak­ist­ans veld­ur þjóðarleiðtog­um mörg­um áhyggj­um. Þrátt fyr­ir að Sam­einuðu þjóðirn­ar og Evr­ópu­sam­bandið hafi hvatt til still­ing­ar, virðist Ind­land líta á stuðnings­yf­ir­lýs­ing­ar margra ríkja sem grænt ljós fyr­ir hörð viðbrögð.

Rík­is­stjórn Don­alds Trump heit­ir áfram stuðningi við bar­áttu Ind­lands gegn hryðju­verk­um, þó óljóst sé hversu djúpt Banda­rík­in hygg­ist blanda sér í málið að þessu sinni.

Að sögn Daniel Mar­key, sér­fræðings við Johns Hopk­ins-há­skóla, bend­ir margt til þess að Ind­land íhugi „ein­hvers kon­ar stór­virka” hernaðaraðgerð. Pak­ist­an hef­ur á móti heitið því að bregðast við slík­um aðgerðum af enn meiri hörku.

Shiv Shank­ar Menon, fyrr­ver­andi þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi í Indlandi, tel­ur þó ólík­legt að deil­urn­ar þró­ist út í alls­herj­ar stríð.

„Þau [rík­in] eru bæði nokkuð sátt við ástand stjórnaðrar óvild­ar,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert