Maðurinn glímir við andleg veikindi

Lögregla þekkir til hins grunaða en hann á sér langa …
Lögregla þekkir til hins grunaða en hann á sér langa sögu af samskiptum við lögreglu og heilbrigðisstarfsmenn „tengt andlegri heilsu“. AFP/Don MacKinnon

Lög­regla hef­ur áður þurft að hafa af­skipti af unga mann­in­um sem grunaður er um að hafa ekið bíl inn í mann­fjölda á götu­hátíð í Vancou­ver í Kan­ada í nótt. Maður­inn glím­ir við and­leg veik­indi. 

Þetta sagði Steve Rai, starf­andi lög­reglu­stjóri í Vancou­ver, á blaðamanna­fundi. At­vikið hafi breytt vinnu­lagi lög­regl­unn­ar í Vancou­ver til fram­búðar.

Hinn grunaði ók svört­um Audi-jepp­ling inn á af­girt svæði Lapu Lapu-götu­hátíðar­inn­ar þar sem fjöl­marg­ir voru sam­an komn­ir til að fagna fil­ipps­eyskri menn­ingu. Ell­efu manns létu lífið og fjöldi fólks er slasaður.

Lög­reglu­stjór­inn þakkaði viðbragðsaðilum fyr­ir góð störf og lýsti yfir samúð - „við syrgj­um með ykk­ur“. Þá seg­ir hann rann­sókn standa yfir.

Steve Rai, starfandi lögreglustjóri í Vancouver, upplýsir um málið á …
Steve Rai, starf­andi lög­reglu­stjóri í Vancou­ver, upp­lýs­ir um málið á blaðamanna­fundi. AFP/​Don MacKinnon

Fleiri en hundrað lög­reglu­menn vinna að mál­inu

Að sögn Rai eru fleiri en hundrað lög­reglu­menn að vinna að mál­inu. „Þeir hafa verið að hug­hreysta slasaða, ræða við vitni og safna lyk­il­gögn­um á svæðinu,“ sagði hann.

Hættumat hafi verið fram­kvæmt fyr­ir viðburðinn og ekki tal­in þörf á aukn­um ör­ygg­is­ráðstöf­un­um.

„Þótt ég sé viss um að hættumat og ör­ygg­is­áætl­un hafi verið traust, mun­um við vinna með sam­starfsaðilum okk­ar í Vancou­ver til að end­ur­skoða all­ar aðstæður sem tengj­ast áætl­un þessa at­b­urðar.“

„Skelfi­legt og mikið áfall fyr­ir fil­ipps­eyska sam­fé­lagið“

Jen Idaba-Casta­neto var gest­ur á Lapu Lapu-götu­hátíðinni í Vancou­ver ásamt eig­in­manni sín­um Jon­ath­an og sagði við BBC að vett­vang­ur­inn hafi verið ógn­vekj­andi.

„Lík­am­lega er ég í lagi, en í fullri hrein­skilni er ég al­veg eft­ir mig. Ég hef verið að fá kvíðaköst eft­ir að hafa orðið vitni að öllu sem gerðist,“ sagði hún og bætti við: „Ég sá jepp­ann keyra yfir fólk.“

Það hefði verið nokkuð sem hún hefði aldrei getað ímyndað sér að hún myndi sjá. „Þetta er skelfi­legt og mikið áfall fyr­ir fil­ipps­eyska sam­fé­lagið,“ bætti hún við.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert