Ákærður fyrir manndráp

Margir hafa vottað fórnarlömbum árásarinnar samúð sína.
Margir hafa vottað fórnarlömbum árásarinnar samúð sína. AFP

Maður­inn sem er grunaður um að hafa ekið svört­um Audi-jeppa í mann­fjölda á götu­hátíð í Vancou­ver í Kan­ada í fyrrinótt hef­ur verið ákærður fyr­ir morð.

Lög­regl­an greindi frá þessu í gær­kvöld en 11 manns létu lífið og fjöldi fólks er slasaður. Hinn grunaði, Kai-Ji Adam Lo, sem er 30 ára gam­all íbúi í Vancou­ver, hef­ur verið ákærður í átta liðum fyr­ir ann­ars stigs morð að sögn lög­regl­unn­ar í Vancou­ver og seg­ir að fleiri ákær­ur verði lagðar fram.

Maður­inn, sem kom fyr­ir rétt áður en hann fór aft­ur í gæslu­v­arðhald, er sagður glíma við and­leg veik­indi en lög­regla hef­ur áður þurft að hafa af­skipti af hon­um.

Hann verður leidd­ur fyr­ir dóm­ara þann 26. maí næst­kom­andi. Eng­in ástæða hef­ur verið staðfest fyr­ir árás­inni en lög­regl­an úti­lok­ar að um hryðju­verk hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert