„Ég finn ekki fyrir hatri, heldur ótta“

„Íhaldsflokkurinn mun kannski ekki laga hlutina á einni nóttu, en …
„Íhaldsflokkurinn mun kannski ekki laga hlutina á einni nóttu, en þeir eru þeir einu sem geta veitt okkur von.“ AFP

Ung kona í Montreal held­ur því fram að nú­ver­andi rík­is­stjórn sé ekki að gera nóg til að standa vörð um kanadísk gildi, sér­stak­lega hvað varðar rétt­indi kvenna, og seg­ist vera þreytt á aðgerðarleysi Frjáls­lynda flokks­ins.

Kan­ada­menn gengu til kosn­inga í dag og miðað við kann­an­ir er bú­ist við enn öðrum sigri Frjáls­lynda flokks­ins.

Kon­an, sem skil­grein­ir sig „fjár­hags­lega íhalds­sama og fé­lags­lega frjáls­lynda“, seg­ist hafa kosið Íhalds­flokk­inn þrátt fyr­ir langvar­andi stuðning sinn við Frjáls­lynda flokk­inn.

Hún seg­ist ótt­ast að ef vin­ir henn­ar vissu hvernig hún kaus, myndu þeir líta á hana sem „harðbrjósta og eig­in­gjarna“.

„Þeir einu sem geta veitt okk­ur von“

„Ég er hlynnt fóst­ur­eyðing­um, rétt­ind­um hinseg­in fólks og inn­flytj­end­um,“ seg­ir hún, „en sum­ar skoðanir sem eru að ber­ast til Kan­ada minna mjög á kven­fyr­ir­litn­ingu. Ég finn ekki fyr­ir hatri, held­ur ótta.“

Hún seg­ir nú­ver­andi rík­is­stjórn ekki hafa gert nóg til að standa vörð um kanadísk gildi og lýs­ir einnig áhyggj­um af efna­hags­leg­um erfiðleik­um inn­flytj­enda, marg­ir þeirra geti hvorki sent fjöl­skyldu sinni í heima­land­inu pen­inga né fengið aðgang að heil­brigðisþjón­ustu.

„Ég vil að fólk lifi kanadíska draum­inn,“ seg­ir hún, „en til þess þurf­um við inn­flytj­end­ur sem deila okk­ar gild­um.“

Þá seg­ir hún ákvörðun sína hafa snú­ist um að draga úr inn­flytj­end­um og er­lendri aðstoð

„Íhalds­flokk­ur­inn mun kannski ekki laga hlut­ina á einni nóttu, en þeir eru þeir einu sem geta veitt okk­ur von.“

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert