Ung kona í Montreal heldur því fram að núverandi ríkisstjórn sé ekki að gera nóg til að standa vörð um kanadísk gildi, sérstaklega hvað varðar réttindi kvenna, og segist vera þreytt á aðgerðarleysi Frjálslynda flokksins.
Kanadamenn gengu til kosninga í dag og miðað við kannanir er búist við enn öðrum sigri Frjálslynda flokksins.
Konan, sem skilgreinir sig „fjárhagslega íhaldssama og félagslega frjálslynda“, segist hafa kosið Íhaldsflokkinn þrátt fyrir langvarandi stuðning sinn við Frjálslynda flokkinn.
Hún segist óttast að ef vinir hennar vissu hvernig hún kaus, myndu þeir líta á hana sem „harðbrjósta og eigingjarna“.
„Ég er hlynnt fóstureyðingum, réttindum hinsegin fólks og innflytjendum,“ segir hún, „en sumar skoðanir sem eru að berast til Kanada minna mjög á kvenfyrirlitningu. Ég finn ekki fyrir hatri, heldur ótta.“
Hún segir núverandi ríkisstjórn ekki hafa gert nóg til að standa vörð um kanadísk gildi og lýsir einnig áhyggjum af efnahagslegum erfiðleikum innflytjenda, margir þeirra geti hvorki sent fjölskyldu sinni í heimalandinu peninga né fengið aðgang að heilbrigðisþjónustu.
„Ég vil að fólk lifi kanadíska drauminn,“ segir hún, „en til þess þurfum við innflytjendur sem deila okkar gildum.“
Þá segir hún ákvörðun sína hafa snúist um að draga úr innflytjendum og erlendri aðstoð
„Íhaldsflokkurinn mun kannski ekki laga hlutina á einni nóttu, en þeir eru þeir einu sem geta veitt okkur von.“