Gerir lítið úr boðuðu vopnahléi

Volodimír Selenskí og Vladimír Pútín.
Volodimír Selenskí og Vladimír Pútín. AFP

Volodimír Selenskí, seg­ir til­kynn­ingu Vla­dimírs Pútín um vopna­hlé frá 8.-10. maí vera enn eitt dæmið um það hvernig Rúss­ar telji sig stýra at­b­urðarás stríðsins og spyr hvers vegna bíða þurfi til þessa tíma í stað þess að semja sam­stund­is um vopna­hlé.

Úkraínu­menn hafa sagst vilja minnst 30 daga vopna­hlé sam­stund­is en Pútín seg­ir að þriggja daga vopna­hlé í til­efni af minn­ing­ar­degi um síðari heims­styrj­öld­ina nægi.

„Ef Rúss­ar vilja sann­ar­lega frið þurfa þeir að leggja niður vopn sam­stund­is. Hvers vegna bíða til 8. maí?“ er haft eft­ir Andriy Sybiga á sam­fé­lags­miðlin­um X.

Banda­ríkja­menn hafa sagt þessa viku skera úr um það hvort friður sé mögu­leg­ur í stríðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert