Volodimír Selenskí, segir tilkynningu Vladimírs Pútín um vopnahlé frá 8.-10. maí vera enn eitt dæmið um það hvernig Rússar telji sig stýra atburðarás stríðsins og spyr hvers vegna bíða þurfi til þessa tíma í stað þess að semja samstundis um vopnahlé.
Úkraínumenn hafa sagst vilja minnst 30 daga vopnahlé samstundis en Pútín segir að þriggja daga vopnahlé í tilefni af minningardegi um síðari heimsstyrjöldina nægi.
„Ef Rússar vilja sannarlega frið þurfa þeir að leggja niður vopn samstundis. Hvers vegna bíða til 8. maí?“ er haft eftir Andriy Sybiga á samfélagsmiðlinum X.
Bandaríkjamenn hafa sagt þessa viku skera úr um það hvort friður sé mögulegur í stríðinu.