Handtaka meintan sprengjumann

Hershöfðinginn lést í bílsprengju.
Hershöfðinginn lést í bílsprengju. AFP

Rúss­nesk yf­ir­völd hafa hand­tekið mann sem sagður er hafa játað að hafa staðið að baki sprengju­árás­inni sem felldi und­ir­hers­höfðingj­ann Jaroslav Moskalík síðastliðin föstu­dag. Moskalík var næ­stráðandi í aðgerðastjórn land­hers Rússa og hátt­sett­ur í her­ráði Rússa­hers.

Um var að ræða bíl­sprengju sem sprakk þegar Moskalik var á leið til vinnu í bæn­um Bala­sjíkha, sem er skammt aust­an Moskvu. Aðgerðin er sögð hafa verið á veg­um leyniþjón­ustu Úkraínu (SBU) en tals­menn henn­ar hafa ekki tjáð sig um málið.

Árás­in þykir keim­lík ann­arri árás þar sem hers­höfðing­inn Ígor Kír­illov féll þegar sprengja, fal­in í raf­hlaupa­hjóli, sprakk fyr­ir utan heim­ili hans í des­em­ber á síðasta ári. Úkraínska leyniþjón­ust­an hef­ur viður­kennt aðild sína að þeirri árás.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert