„Hann vill sjá varanlegt vopnahlé“

Karoline Leavitt, fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins, segir Trump verða sífellt svekktari …
Karoline Leavitt, fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins, segir Trump verða sífellt svekktari með leiðtoga beggja landa. AFP/Jim Watson

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti vill var­an­legt vopna­hlé og þykir þriggja daga vopna­hlé Vla­dimírs Pútín Rúss­lands­for­seta ekki full­nægj­andi.

„Hann verður sí­fellt svekkt­ari með leiðtoga allra landa,“ seg­ir Karol­ine Lea­vitt, fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins.

„Hann vill sjá var­an­legt vopna­hlé. Mér skilst Vla­dimír Pútín hafa boðað tíma­bundið vopna­hlé í morg­un. For­set­inn hef­ur komið því skýrt fram að hann vilji sjá var­an­legt vopna­hlé til að stöðva mann­dráp­in, stöðva blóðbaðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert