Donald Trump Bandaríkjaforseti vill varanlegt vopnahlé og þykir þriggja daga vopnahlé Vladimírs Pútín Rússlandsforseta ekki fullnægjandi.
„Hann verður sífellt svekktari með leiðtoga allra landa,“ segir Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins.
„Hann vill sjá varanlegt vopnahlé. Mér skilst Vladimír Pútín hafa boðað tímabundið vopnahlé í morgun. Forsetinn hefur komið því skýrt fram að hann vilji sjá varanlegt vopnahlé til að stöðva manndrápin, stöðva blóðbaðið.“