Hvetja til stillingar í kjölfar skothríðar

Skot­hríð hef­ur átt sér stað und­an­farna daga á milli pak­ist­anskra …
Skot­hríð hef­ur átt sér stað und­an­farna daga á milli pak­ist­anskra og ind­verskra her­sveita í Kasmír-héraði. AFP

Kína hef­ur hvatt Ind­land og Pak­ist­an til að sýna still­ingu í átök­um sín­um í Kasmír-héraði. Spenn­an á milli land­anna hef­ur auk­ist til muna í kjöl­far hryðju­verka­árás­ar þar sem 26 manns létu lífið í héraðinu.

Þetta seg­ir Guo Jiak­un, talsmaður kín­verska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Skot­hríð fjórða dag­inn í röð

Um­mæl­in koma í kjöl­far þess að ind­verski her­inn greindi frá skot­hríð á milli her­manna Ind­lands og Pak­ist­an í héraðinu og er það fjórða dag­inn í röð sem til átaka kem­ur.

„Kína von­ast til þess að báðir aðilar sýni still­ingu, mæt­ist á miðri leið, taki á viðkom­andi ágrein­ingi með sam­ræðum og sam­ráði og viðhaldi sam­eig­in­leg­um friði og stöðug­leika á svæðinu,“ seg­ir Jiak­un.

Spenn­an auk­ist 

Hryðju­verka­árás­in var í Pahal­gam, sem er vin­sælt ferðamanna­svæði í suður­hluta Kasmír-héraðsins, sem lýt­ur ind­verskri stjórn á meðan norður­hluti Kasmír til­heyr­ir Pak­ist­an.

Að sögn vitna komu árás­ar­menn­irn­ir úr nær­liggj­andi skógi og skutu með sjálf­virk­um vopn­um. Þeir aðskildu karla frá kon­um og börn­um, og var karl­mönn­un­um skipað að fara með trú­ar­játn­ingu múslima. Þeir sem það gátu ekki voru tekn­ir af lífi.

Ind­versk stjórn­völd hafa kennt Pak­ist­an um árás­ina, sem aft­ur á móti hef­ur hafnað ásök­un­un­um.

Spenn­an hef­ur auk­ist gríðarlega á milli land­anna síðan árás­in var gerð. Greint hef­ur verið frá að Ind­land virðist vera að und­ir­búa mál­flutn­ing fyr­ir mögu­leg­ar hernaðaraðgerðir gegn ná­granna sín­um.

Þá hef­ur innviðaráðherra Pak­ist­ans, Hanif Abbasi, sagt að öll­um lang­dræg­um eld­flaug­um Pak­ist­ans, sem bera kjarn­orku­sprengj­urn­ar, væri „miðað á Ind­land“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert