Íbúar beðnir um að halda kyrru fyrir

Borgarstjóri Madrídar hefur beðið íbúa um að halda kyrru fyrir …
Borgarstjóri Madrídar hefur beðið íbúa um að halda kyrru fyrir og takmarka ferðir sínar til að halda vegum opnum. AFP

Það gæti tekið allt að tíu klukku­stund­ir að koma raf­magni aft­ur á á Spáni. Borg­ar­stjóri Madríd­ar hef­ur beðið íbúa um að halda kyrru fyr­ir eins og unnt er.

Raf­magns­laust varð á Spáni og Portúgal fyrr í dag. Þá varð einnig raf­magns­laust í suður­hluta Frakk­lands en þar hef­ur raf­magni verið komið aft­ur á.

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá því að Edu­ar­do Prieto, yf­ir­maður fyr­ir­tæk­is­ins Red Electrica, sem sér um raf­orku­flutn­ing í land­inu, hafi tjáð blaðamönn­um að það gæti tekið á milli sex til tíu klukku­stund­ir að koma raf­magni aft­ur á.

Þá hef­ur borg­ar­stjóri Madríd, José Luis Martín­ez-Al­meida, birt mynd­band á fé­lags­miðlum þar sem hann hvet­ur íbúa borg­ar­inn­ar að halda kyrru fyr­ir og reyna að tak­marka ferðir sín­ar til að halda veg­um opn­um.

Boðað til neyðar­fund­ar

For­sæt­is­ráðherra Spán­ar, Pedro Sanchez, hef­ur boðað til neyðar­fund­ar vegna ástands­ins. 

Grein­ir skrif­stofa for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins frá því að fund­ur­inn muni fara fram í höfuðstöðvum rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Madríd. 

Breska rík­is­út­varpið hef­ur greint frá því að síma­sam­band virðist vera komið aft­ur á í borg­inni Valencia, en þar höfðu sím­ar, líkt og ann­ars staðar, ekki náð sam­bandi síðustu tvo tíma. 

Frétt­in verður upp­færð.

Frá matvörumarkaði í borginni Vigo á norðvesturhluta Spánar. Niðamyrkur er …
Frá mat­vörumarkaði í borg­inni Vigo á norðvest­ur­hluta Spán­ar. Niðamyrk­ur er í fjölda fyr­ir­tækja og versl­ana víðs veg­ar um landið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert