„Ljósið slokknaði og lestin staðnæmdist“

„Ljósið slokknaði og lestin staðnaði, en hún náði svo að …
„Ljósið slokknaði og lestin staðnaði, en hún náði svo að mjakast að lestarpallinum,“ sagði vegfarandi um rafmagnsleysið. AFP/Thomas Coex

Fólk hef­ur reynt í ör­vænt­ingu að taka út pen­inga í hraðbönk­um og fjöldi fólks þyrp­ist um göt­urn­ar að reyna að ná síma­sam­bandi í víðtæku raf­magns­leysi á Spáni og Portúgal.

Iðnaðarmaður­inn Car­los Condori var um borð í lest í neðanj­arðarlest­ar­kerfi Madríd­ar, höfuðborg­ar Spán­ar, þegar raf­magns­leysið varð þess vald­andi að lest­in stöðvaðist.

„Ljósið slokknaði og lest­in staðnæmd­ist, en hún náði svo að mjak­ast að lestar­pall­in­um,“ sagði hann við blaðamann AFP fyr­ir utan lest­ar­stöðina.

„Fólki var mjög brugðið, þetta hef­ur aldrei gerst á Spáni. Það er ekk­ert síma­sam­band, ég get ekki hringt í fjöl­skyld­una mína, for­eldra mína eða neitt. Ég kemst ekki einu sinni í vinn­una.“

Þakk­lát fyr­ir að fest­ast ekki inni í lyftu

Raf­magns­leysið varð einnig til þess að um­ferðarljós slokknuðu og lög­regla varð að reyna að stjórna um­ferðarþung­an­um.

Skrif­stofu­starfs­fólk og íbú­ar í hús­um á svæðinu þyrpt­ust á göt­urn­ar, þakk­lát­ir fyr­ir að hafa ekki orðið fast inni í lyft­um bygg­ing­anna.

Mar­ina Sierra, sem er nemi, átti í fullu fangi með að reyna að ná sam­bandi við föður sinn og reyna að finna sér leið heim þegar blaðamaður AFP mætti henni á göt­unni, eft­ir að skól­an­um henn­ar var lokað.

„Bygg­ing­in sem við vor­um í gaf allt í einu frá sér reyk, þeir urðu að rýma bygg­ing­una í flýti. Ég er eig­in­lega í losti, allt er ein­hvern veg­inn stjórn­laust.“

Hafði áhyggj­ur af rösk­un á flugáætl­un

Laia Montserrat er nem­andi sem er bú­sett í um klukku­stund­ar­fjar­lægð frá Barcelona. Hún var í miðri kynn­ingu þegar raf­magns­leysið skall á skól­an­um henn­ar.

„Þegar net­sam­band náðist ekki á ný var okk­ur sagt að fara heim, en það eru eng­ar lest­ir í um­ferð held­ur,“ sagði hún við blaðamann AFP.

Leon­or Abecasis, ferðamaður frá Portúgal, var stödd í miðri versl­un þegar allt varð skyndi­lega dimmt.

„Við erum að bíða eft­ir að raf­magnið komi aft­ur á,“ sagði hún og bætti við að hún hefði ör­litl­ar áhyggj­ur af áætluðu flugi sínu til Lissa­bon seinna í dag.

Vill end­ur­skoða stefnu sam­fé­lags­ins

„Við höf­um lifað af heims­far­ald­ur, ég ef­ast um að þetta sé verra,“ seg­ir Pil­ar Lopez, veg­far­andi í Madríd.

„Þetta er eins og með allt annað, maður venst þessu og átt­ar sig á að þetta er eng­inn heimsend­ir.“

Þá seg­ir hún raf­magns­leysið gott tæki­færi til end­ur­skoðunar á stefnu sam­fé­lags­ins.

„Kannski ætt­um við að horfa aft­ur til ein­fald­ari tíma fortíðar­inn­ar og reiða okk­ur ekki svona svaka­lega á raf­magn. Ég get ekki einu sinni borgað af því að sím­inn minn virk­ar ekki. Stund­um þarf maður að vera meira gam­aldags og þetta sann­ar það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert