Spænska innanríkisráðuneytið hefur lýst yfir formlegu neyðarástandi vegna rafmagnsleysisins sem herjað hefur á landið í dag.
Neyðarástandi gefur héruðum landsins heimild til þess að óska eftir því að spænska ríkið taki yfir stjórn þess til að tryggja almannavernd.
Madríd, Andalúsía og Extremadura hafa þegar óskað eftir slíku neyðarástandi, en síðustu fréttir frá Madrídarborg hermdu að rafmagnið væri að komast þar aftur á, að minnsta kosti í hluta borgarinnar.