Lýsa yfir neyðarástandi á Spáni

Fjöldi ferðalanga hefur þurft að bíða á Atocha-lestarstöðinni í Madríd …
Fjöldi ferðalanga hefur þurft að bíða á Atocha-lestarstöðinni í Madríd í dag vegna rafmagnsleysisins. AFP/Oscar Del Pozo

Spænska inn­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur lýst yfir form­legu neyðarástandi vegna raf­magns­leys­is­ins sem herjað hef­ur á landið í dag.

Neyðarástandi gef­ur héruðum lands­ins heim­ild til þess að óska eft­ir því að spænska ríkið taki yfir stjórn þess til að tryggja al­manna­vernd. 

Madríd, Andal­ús­ía og Extremadura hafa þegar óskað eft­ir slíku neyðarástandi, en síðustu frétt­ir frá Madríd­ar­borg hermdu að raf­magnið væri að kom­ast þar aft­ur á, að minnsta kosti í hluta borg­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert