Pútín boðar óvænt vopnahlé í Úkraínu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur boðað þriggja daga vopnahlé.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur boðað þriggja daga vopnahlé. AFP/Ramil Sitikov

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hef­ur boðað óvænt þriggja daga vopna­hlé dag­ana 8. til 10. maí, sam­hliða minn­ing­ar­degi síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar í Moskvu.

Stjórn­völd í Kreml hafa þó gefið út að ætl­ast sé til þess að stjórn­völd í Kænug­arði gefi út sömu skip­un til sinna herliða. Rúss­ar séu reiðubún­ir að bregðast við öll­um mögu­leg­um brot­um á vopna­hlénu.

Skip­un Pútíns um að stöðva bar­daga yfir pásk­ana leiddi til tíma­bund­inn­ar fækk­un­ar bar­daga þó að báðir aðilar hafi sakað hvern ann­an um ótal brot á vopna­hlénu.

Vopna­hlé 8.-10. maí

„Rúss­neska hliðin lýs­ir yfir vopna­hléi á 80 ára af­mæli sig­ur­dags, frá miðnætti 7.-8. maí til miðnætt­is 10.-11. maí. All­ar bar­dagaaðgerðir verða stöðvaðar á þessu tíma­bili,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá stjórn­völd­um í Kreml.

„Rúss­ar telja að úkraínska hliðin ætti að fylgja þessu for­dæmi. Komi til brota á vopna­hlé­inu af hálfu Úkraínu, mun rúss­neski her­inn bregðast við á viðeig­andi hátt.“

Pútín hafnaði í síðasta mánuði til­lögu Banda­ríkj­anna um skil­yrðis­laust 30 daga vopna­hlé sem Úkraína hafði samþykkt.

Stjórn­völd í Kænug­arði og evr­ópsk­ir stuðnings­menn sökuðu Pútín um að hafa lýst yfir 30 tíma páska­vopna­hléi sem PR-æf­ingu og sögðu hann ekki vilja ná fram friði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert