Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur boðað óvænt þriggja daga vopnahlé dagana 8. til 10. maí, samhliða minningardegi síðari heimsstyrjaldarinnar í Moskvu.
Stjórnvöld í Kreml hafa þó gefið út að ætlast sé til þess að stjórnvöld í Kænugarði gefi út sömu skipun til sinna herliða. Rússar séu reiðubúnir að bregðast við öllum mögulegum brotum á vopnahlénu.
Skipun Pútíns um að stöðva bardaga yfir páskana leiddi til tímabundinnar fækkunar bardaga þó að báðir aðilar hafi sakað hvern annan um ótal brot á vopnahlénu.
„Rússneska hliðin lýsir yfir vopnahléi á 80 ára afmæli sigurdags, frá miðnætti 7.-8. maí til miðnættis 10.-11. maí. Allar bardagaaðgerðir verða stöðvaðar á þessu tímabili,“ sagði í yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Kreml.
„Rússar telja að úkraínska hliðin ætti að fylgja þessu fordæmi. Komi til brota á vopnahléinu af hálfu Úkraínu, mun rússneski herinn bregðast við á viðeigandi hátt.“
Pútín hafnaði í síðasta mánuði tillögu Bandaríkjanna um skilyrðislaust 30 daga vopnahlé sem Úkraína hafði samþykkt.
Stjórnvöld í Kænugarði og evrópskir stuðningsmenn sökuðu Pútín um að hafa lýst yfir 30 tíma páskavopnahléi sem PR-æfingu og sögðu hann ekki vilja ná fram friði.