Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa staðfest í fyrsta sinn að Norður-Kórea hafi sent hermenn til aðstoðar rússneska hernum í stríðinu gegn Úkraínumönnum.
Því hefur lengi verið haldið fram af úkraínskum og bandarískum stjórnvöldum að 11 þúsund norðurkóreskir hermenn hafi verið sendir til Kúrsk-héraðsins til að hjálpa Rússum að ná til baka landsvæði í Kúrsk sem Úkraína hafði áður að hluta til á valdi sínu.
Vladimír Pútin Rússlandsforseti segist þakklátur Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fyrir að hafa rekið Úkraínumenn af Kúrsk-svæðinu en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá rússnesku forsetaskrifstofunni.
„Við kunnum að meta framlag Norður-Kóreu og erum innilega þakklát Kim Jon-un og norðurkóresku þjóðinni. Aðgerðir kóreskra vina okkar voru leiddar af tilfinningu um samstöðu, réttlæti og sanna vináttu,“ er haft eftir Pútín.