Pútín hrósar afrekum norðurkóreskra hermanna

Vladimír Pútin Rússlandsforseti.
Vladimír Pútin Rússlandsforseti. AFP

Stjórn­völd í Norður-Kór­eu hafa staðfest í fyrsta sinn að Norður-Kórea hafi sent her­menn til aðstoðar rúss­neska hern­um í stríðinu gegn Úkraínu­mönn­um.

Því hef­ur lengi verið haldið fram af úkraínsk­um og banda­rísk­um stjórn­völd­um að 11 þúsund norðurkór­esk­ir her­menn hafi verið send­ir til Kúrsk-héraðsins til að hjálpa Rúss­um að ná til baka landsvæði í Kúrsk sem Úkraína hafði áður að hluta til á valdi sínu.

Vla­dimír Pút­in Rúss­lands­for­seti seg­ist þakk­lát­ur Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kór­eu, fyr­ir að hafa rekið Úkraínu­menn af Kúrsk-svæðinu en þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá rúss­nesku for­seta­skrif­stof­unni.

„Við kunn­um að meta fram­lag Norður-Kór­eu og erum inni­lega þakk­lát Kim Jon-un og norðurkór­esku þjóðinni. Aðgerðir kór­eskra vina okk­ar voru leidd­ar af til­finn­ingu um sam­stöðu, rétt­læti og sanna vináttu,“ er haft eft­ir Pútín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert