Rafmagn komið aftur að hluta til

Mikið öngþveiti var í miðborg Madrídar vegna rafmagnsleysisins.
Mikið öngþveiti var í miðborg Madrídar vegna rafmagnsleysisins. AFP/Thomas Coex

Pedro Sánchez, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar, ávarpaði nú fyr­ir stundu spænsku þjóðina í sjón­varpi vegna raf­magns­leys­is­ins sem herjaði á Portúgal og Spán í dag.

Staðfesti hann að verið væri að vinna að því að koma raf­magn­inu aft­ur á, og að þegar væri búið að koma raf­magni aft­ur á í sum­um héruðum Spán­ar, aðallega í norðri og suðri, þar sem landið hefði notið aðstoðar frá Frökk­um og Mar­okkó­mönn­um. Sagðist Sánchez eiga von á því að raf­magn yrði komið á allt landið fljót­lega.

Skoraði Sánchez á samlanda sína að sýna „virðingu og dreng­skap“ til þess að aðstoða yf­ir­völd við að koma aft­ur á reglu eft­ir raf­magns­leysi, og fæli það meðal ann­ars í sér að nota síma sem minnst, þar sem mikið álag væri á sam­skipta­kerf­um lands­ins. Þá væri ráð að forðast óþarfa ferðalög.

Jafn­framt sagði Sánchez að spænsk stjórn­völd hefðu eng­ar „óyggj­andi“ upp­lýs­ing­ar eða sann­an­ir fyr­ir því hvað hefði valdið raf­magns­leys­inu. 

„Það er betra að vera ekki með vanga­velt­ur, við mun­um vita ástæðuna, við úti­lok­um ekki neina til­gátu,“ sagði Sánchez. 

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar.
Pedro Sánchez, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar. AFP/​Javier Soriano
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert