Rándýr hergögn glatast á Rauðahafi

Herþota af gerðinni F/A-18 Super Hornet féll fyrir borð á …
Herþota af gerðinni F/A-18 Super Hornet féll fyrir borð á flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman í dag. Hún er sögð hafa sokkið til botns. AFP

Banda­ríkja­her hef­ur á síðustu mánuðum tapað fok­dýr­um her­gögn­um á Rauðahafi. Orr­ustuþota féll fyr­ir borð á flug­móður­skipi í dag og Hút­um hef­ur að sögn tek­ist að skjóta niður sjö dróna á síðustu vik­um.

Banda­rík­in hafa tapað sjö drón­um af teg­und­inni MQ-9 Rea­per í ná­grenni við Jemen frá því um miðjan mars, sam­kvæmt heim­ild­um AFP inn­an hers­ins. Hver dróni kost­ar um 30 millj­ón­ir banda­ríkja­dala (3,8 ma. kr.).

Flugmóðurskipið USS Harry Truman, nefnt eftir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Flug­móður­skipið USS Harry Trum­an, nefnt eft­ir fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna. AFP

CNN greindi frá því í vik­unni að upp­reisn­ar­menn Húta hefðu skotið drón­ana niður en þeir eru nýtt­ir bæði í könn­un­ar­flug – til að bera kennsl á her­gögn Húta – og í árás­ir.

„Það hafa verið sjö MQ-9 sem hafa farið farið niður frá 15. mars,“ hef­ur AFP eft­ir ónafn­greind­um banda­rísk­um ráðamanni sem tek­ur þó ekki fram hvers vegna flygild­in hafa horfið. Síðasta dróna­hvarf hafi verið þann 22. apríl. 

Þota féll fyr­ir borð

Herþota af gerðinni F/​A-18 Super Hornet glataðist einnig í dag, að sögn sjó­hers­ins, þegar hún féll fyr­ir borð á flug­móður­skip­inu USS Harry S. Trum­an. Einn sjó­maður slasaðist.

CNN hef­ur eft­ir ráðamanni að drátt­ar­bíll hafi verið að draga þot­una úr skýli á flug­móður­skip­inu þegar skipið þurfti skyndi­lega að taka krappa beygju und­an flug­skeyt­um Húta. Í yf­ir­lýs­ingu hers­ins seg­ir að áhöfn­in hafi „mist stjórn“ á þot­unni, sem datt fyr­ir borð ásamt drátt­ar­bíln­um.

Ann­ar ráðamaður seg­ir við CNN að þotan hafi sokkið en slík þota er met­in á um 60 millj­ón­ir banda­ríkja­dala (7,6 ma.kr.).

Í des­em­ber var greint frá því þegar áhöfn­in á stýrif­lauga­her­skip­inu USS Gettys­burg skaut óvart niður F/​A-18 herþotu á veg­um USS Trum­an. Í fe­brú­ar varð árekst­ur milli Trum­ans og egypsks flutn­inga­skips á Súesskurði.

Segj­ast hafa hæft 800 skot­mörk

Banda­rík­in hafa gert árás á Húta nær dag­lega frá því um miðjan mars. Í gær til­kynnti aðgerðastjórn hers­ins að Banda­rík­in hefðu hæft fleiri en 800 skot­mörk og fellt hundruð upp­reisn­ar­manna Húta, þar á meðal nokkra leiðtoga.

Hút­ar, sem njóta stuðnings ír­önsku klerka­stjórn­ar­inn­ar, hafa skotið að flutn­inga­skip­um á Rauðahafi frá því um haustið 2023 til að sýna stuðning með Palestínu­mönn­um, sem hafa þurft að þola árás­ir á Gasa­strönd­inni frá því að Ham­as-hryðju­verka­sam­tök­in gerðu árás á Ísra­el þann 7. októ­ber 2023.

Árás­ir Húta hafa þannig hindrað ferðir flutn­inga­skipa um Súesskurð, en þar fer um 12% allr­ar um­ferðar um höf heims. Skip hafa því oft þurft að sigla suður und­ir Afr­íku til að kom­ast leiðar sinn­ar.

Banda­rík­in hófu árás­ir á Húta und­ir stjórn Joe Biden, þáver­andi Banda­ríkja­for­seta, en þegar Don­ald Trump steig í embættið í janú­ar hét hann því að halda aðgerðunum áfram þar til Hút­ar væru ekki leng­ur ógn við flutn­inga­leiðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert