„Sjaldgæft loftslagsfyrirbrigði“ sagt valda usla

Rafmagnsleysið hefur valdið miklum truflunum m.a. á almenningssamgöngum.
Rafmagnsleysið hefur valdið miklum truflunum m.a. á almenningssamgöngum. AFP

Full­yrt er að „sjald­gæft lofts­lags­fyr­ir­brigði“ hafi valdið raf­magns­leys­inu sem varð á Spáni og í Portúgal fyrr í dag.

Sky News grein­ir frá.

Seg­ir þar að full­yrðing­in komi frá stjórn­end­um portú­galska raf­orku­kerf­is­ins, REN.

„Óeðli­leg­ar sveifl­ur“ vegna öfga­kenndra hita­breyt­inga

Sam­kvæmt REN urðu „óeðli­leg­ar sveifl­ur“ í há­spennu­lín­um vegna öfga­kenndra hita­breyt­inga á Spáni sem leiddu til ósam­still­ing­ar á milli raf­orku­kerfa.

REN seg­ir fyr­ir­bærið þekkt sem „loft­lags­háðan breyti­leika“.

Þá varð keðju­verk­un á trufl­un­un­um á milli tengdra raf­orku­kerfa í Evr­ópu.

Bæt­ir fyr­ir­tækið við að vegna flækj­u­stigs máls­ins gæti tekið allt að eina viku að koma kerf­inu í eðli­legt horf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert