Fullyrt er að „sjaldgæft loftslagsfyrirbrigði“ hafi valdið rafmagnsleysinu sem varð á Spáni og í Portúgal fyrr í dag.
Sky News greinir frá.
Segir þar að fullyrðingin komi frá stjórnendum portúgalska raforkukerfisins, REN.
Samkvæmt REN urðu „óeðlilegar sveiflur“ í háspennulínum vegna öfgakenndra hitabreytinga á Spáni sem leiddu til ósamstillingar á milli raforkukerfa.
REN segir fyrirbærið þekkt sem „loftlagsháðan breytileika“.
Þá varð keðjuverkun á truflununum á milli tengdra raforkukerfa í Evrópu.
Bætir fyrirtækið við að vegna flækjustigs málsins gæti tekið allt að eina viku að koma kerfinu í eðlilegt horf.