Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sé reiðubúinn að fallast á að Rússar haldi Krímskaga sem hluta að friðarsamkomulagi þrátt fyrir að stjórnvöld í Úkraínu hafi áður hafnað slíkri tillögu.
Spurður hvort hann teldi að Úkraínuforseti væri reiðubúinn að afsala sér yfirráðum yfir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, svaraði Trump: „Ég held það.“
Þetta sagði Trump við fréttamenn eftir heimkomuna frá Vatíkaninu þar sem hann var viðstaddur útför Frans Páfa en Trump og Selenskí áttu saman stuttan fund í Róm.
Úkraína hefur ítrekað hafnað því að gefa eftir landsvæði og hefur lagt áherslu á að málefni um land eigi aðeins að ræða þegar vopnahlé hefur verið samþykkt. Hvorki Vladimír Pútin Rússlandsforseti né Selenskí hafa brugðist opinberlega við ummælum Trumps.
Trump hvatti einnig Pútín til að hætta árásum á Úkraínu og skrifa undir samning um að binda enda á átökin.