Telur að Selenskí sé reiðubúinn að gefa eftir Krímskaga

Volodimír Selenskí og Donald Trump.
Volodimír Selenskí og Donald Trump. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti tel­ur að Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, sé reiðubú­inn að fall­ast á að Rúss­ar haldi Krímskaga sem hluta að friðarsam­komu­lagi þrátt fyr­ir að stjórn­völd í Úkraínu hafi áður hafnað slíkri til­lögu.

Spurður hvort hann teldi að Úkraínu­for­seti væri reiðubú­inn að af­sala sér yf­ir­ráðum yfir Krímskaga, sem Rúss­ar inn­limuðu ólög­lega árið 2014, svaraði Trump: „Ég held það.“

Þetta sagði Trump við frétta­menn eft­ir heim­kom­una frá Vatíkan­inu þar sem hann var viðstadd­ur út­för Frans Páfa en Trump og Selenskí áttu sam­an stutt­an fund í Róm.

Úkraína hef­ur ít­rekað hafnað því að gefa eft­ir landsvæði og hef­ur lagt áherslu á að mál­efni um land eigi aðeins að ræða þegar vopna­hlé hef­ur verið samþykkt. Hvorki Vla­dimír Pút­in Rúss­lands­for­seti né Selenskí hafa brugðist op­in­ber­lega við um­mæl­um Trumps.

Trump hvatti einnig Pútín til að hætta árás­um á Úkraínu og skrifa und­ir samn­ing um að binda enda á átök­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert