Tilbúnir í viðræður „án skilyrða“ en með kröfur

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Rúss­land seg­ist reiðubúið til að hefja friðarviðræður við Úkraínu „án skil­yrða“. Þess er þó kraf­ist að yf­ir­ráð lands­ins yfir fimm úkraínsk­um héruðum verði viður­kennt.

„Rúss­neska hliðin hef­ur ít­rekað staðfest vilja sinn, eins og for­set­inn hef­ur staðfest, til að hefja viðræður við Úkraínu án nokk­urra skil­yrða,“ seg­ir talsmaður rúss­nesku Kreml, Dmítrí Peskov, við rík­is­fjöl­miðla.

Um­mæl­in koma í kjöl­far þess að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti dró í efa vilja Vla­dimírs Pútín Rúss­lands­for­seta til að stöðva inn­rás­ar­stríðið.

„Ófrá­víkj­an­leg krafa“

Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, hef­ur einnig tjáð sig um friðarviðræðurn­ar í sam­tali við bras­il­íska miðil­inn O Glo­bo.

„Alþjóðleg viður­kenn­ing á yf­ir­ráðum Rúss­lands yfir Krímskaga, Sev­astópol, Luhansk- og Do­netsk-lýðveld­un­um, auk Kher­son- og Za­porizjzja-héraða, er ófrá­víkj­an­leg krafa,“ sagði Lavr­ov og notaði þar heiti sem Kreml not­ar yfir úkraínsku héruðin.

Trump tel­ur Selenskí reiðubú­inn til að af­sala sér yf­ir­ráðum

Trump Banda­ríkja­for­seti gagn­rýndi Pútín á laug­ar­dag í kjöl­far áfram­hald­andi árása á Úkraínu.

„Það var eng­in ástæða fyr­ir Pútín að skjóta flug­skeyt­um inn á íbúðarsvæði, borg­ir og bæi, síðustu daga,“ skrifaði Trump á miðil sinn Truth Social.

„Sem fær mig til að velta fyr­ir mér hvort hann vilji kannski ekki stöðva stríðið, hann er bara að draga mig á asna­eyr­un­um og ég verð að bregðast við á ann­an hátt, með „banka­starf­semi“ eða „frek­ari refsiaðgerðum?“ Of marg­ir eru að deyja!!!“

Í gær­kvöldi tjáði svo Trump fjöl­miðlum að hann teldi að Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti væri reiðubú­inn að fall­ast á að Rúss­land myndi halda Krímskaga sem hluta af friðarsam­komu­lagi.

Úkraína hef­ur áður hafnað slíkri til­lögu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert