Umfangsmikið rafmagnsleysi á Spáni og í Portúgal

Rafmagnsleysið hefur haft mikil áhrif á umferðina í Madríd.
Rafmagnsleysið hefur haft mikil áhrif á umferðina í Madríd. AFP

Víðtækt raf­magns­leysi hef­ur orðið víða á Spáni og Portúgal. Einnig varð raf­magns­laust í suður­hluta Frakk­lands, en þar hef­ur nú náðst að koma raf­magni aft­ur á.

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá því að um­ferðatepp­ur hafi nú mynd­ast í spænsku höfuðborg­inni Madríd sök­um bilaðra um­ferðarljósa. 

Spænska fyr­ir­tækið Red Electrica, sem sér um raf­orku­flutn­ing í land­inu, hef­ur staðfest raf­magns­leysi um allt land.

Unnið er að því að koma raf­magni aft­ur á og greina or­sök raf­magns­leys­is­ins sem hef­ur haft áhrif á millj­ón­ir manna. 

Niðamyrk­ur í fyr­ir­tækj­um og versl­un­um

Er nú niðamyrk­ur í mörg­um fyr­ir­tækj­um og versl­un­um víða um Madríd en einnig hef­ur netþjón­usta rask­ast. 

Þá hef­ur leik á opna tenn­is­mót­inu í Madríd hef­ur verið frestað og eru áhorf­end­ur móts­ins nú að yf­ir­gefa svæðið í myrkri.

Í Lissa­bon, höfuðborg Portú­gals, urðu um­ferðarljós fyr­ir áhrif­um. Þá hef­ur verið greint frá að lest­ar­sam­göng­ur séu stopp og hef­ur farþegum verið komið úr lest­um.

Lang­ar biðraðið hafa einnig mynd­ast í borg­inni við hraðbanka vegna bil­un­ar við greiðslumiðlun. 

Evr­ópu­sam­bandið í sam­skipt­um við Spán og Portúgal

AFP-frétta­veit­an grein­ir frá því að Evr­ópu­sam­bandið sé nú í sam­skipt­um við Spán og Portúgal þar sem reynt er að kom­ast að or­sök raf­magns­leys­is­ins. 

Að sögn tals­manns fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins mun stjórn­in halda áfram að fylgj­ast með ástand­inu og tryggja að upp­lýs­inga­skipti milli allra viðeig­andi aðila gangi snurðulaust fyr­ir sig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert