Blaðamaður mbl.is: Óvenjuleg árás um hábjartan dag

Gunnlaugur Snær Ólafsson er á vettvangi í Uppsölum þar sem …
Gunnlaugur Snær Ólafsson er á vettvangi í Uppsölum þar sem skotárás var gerð í miðborginni fyrr í dag. Samsett mynd/mbl.is/Gunnlaugur Snær Ólafsson

Blaðamaður mbl.is er stadd­ur við Hjalm­ar Brant­ings­götu í Upp­söl­um í Svíþjóð þar sem skotárás var gerð við hár­greiðslu­stofu fyrr í dag. Að sögn hans eru drón­ar á sveimi við hár­greiðslu­stof­una sem er á jarðhæð í fjöl­býl­is­húsi í íbúðahverfi. Árás­in þykir óvenju­leg þar sem hún er gerð um há­bjart­an dag.

Hann er þar ásamt miðlum í Upp­sala, rík­is­sjón­varpi Svíþjóðar SVT og alþjóðleg­um miðlum á borð við Reu­ters.

Minnst þrír eru látn­ir.

Lögregla gengur í hús til að kanna hvort sjónarvottar hafi …
Lög­regla geng­ur í hús til að kanna hvort sjón­ar­vott­ar hafi séð árás­ina. mbl.is/​Gunn­laug­ur Snær Ólafs­son

Árás­in gerð í rót­grónu hverfi 

„Ég sé sjö til átta lög­reglu­menn á vett­vangi en það er búið að loka öll­um nær­liggj­andi göt­um. Svo geng­ur lög­regla á milli húsa að leita vitna í nær­liggj­andi bygg­ing­um,“ seg­ir Gunn­laug­ur Snær Ólafs­son blaðamaður á mbl.is.

Hann seg­ir að íbú­ar í Upp­sala kippi sér orðið lítið við þegar upp­gjör er í und­ir­heim­um borg­ar­inn­ar en hins veg­ar hef­ur ekk­ert verið staðfest hvort svo sé í þessu til­felli. Það sem vek­ur at­hygli er að árás­in var gerð í rót­grónu hverfi þar sem at­vik af þessu tagi eru fátíð.

Fjölmiðlamenn bíða við lokaanir lögreglu.
Fjöl­miðlamenn bíða við loka­an­ir lög­reglu. mbl.is/​Gunn­laug­ur Snær Ólafs­son

Af­leiðing­arn­ar al­var­legri en vana­lega 

„En einnig er um­fang árás­ar­inn­ar óvenju­legt enda þrír látn­ir og þetta er um há­bjart­an dag. Af­leiðing­arn­ar eru al­var­legri en vana­lega,“ seg­ir Gunn­laug­ur. Ekki hef­ur verið gefið upp hverj­ir hinir látnu eru.   

„Ég spurði lög­regl­una nán­ari fregna en þeir sögðu að ekk­ert frek­ar verði gefið upp á þess­ari stundu,“ seg­ir Gunn­laug­ur. 

Fjöldi manns var í miðbæn­um þegar skotárás­in var gerð þar sem vor­hátíð er á morg­un, sem er frí­dag­ur. Lög­regla hef­ur gefið það út að hún leiti að ein­um ein­stak­lingi en hann er sagður hafa flúið af vett­vangi á raf­hlaupa­hjóli. 

Sá þyrlu á lofti 

Gunn­laug­ur býr í um 10-15 mín­útna göngu­fjar­lægð frá þeim stað þar sem skotárás­in var gerð, rétt norðan við lest­ar­stöðina. 

„Ég var á leiðinni heim úr búðinni þegar ég sá þyrlu á lofti sem mér skilst að hafi verið að leita að mann­in­um. Það var áður en ég vissi hvað hafði gerst,“ seg­ir Gunn­laug­ur.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert