Þrír látnir í skotárás við hársnyrtistofu í Uppsölum

„Ég heyrði fimm skot. Síðan sá ég fólk hlaupa í …
„Ég heyrði fimm skot. Síðan sá ég fólk hlaupa í all­ar átt­ir og fela sig,“ seg­ir vitni. AFP

Að minnsta kosti þrír eru látn­ir eft­ir skotárás við hársnyrti­stofu í Upp­söl­um í Svíþjóð fyrr í dag. Lög­regl­an leit­ar nú að bys­su­m­ann­in­um, sem er sagður hafa flúið af vett­vangi á raf­hlaupa­hjóli.

Lög­regl­an staðfest­ir að þrír séu látn­ir, sam­kvæmt um­fjöll­un sænska rík­is­út­varps­ins. Ekk­ert hef­ur verið gefið út um hversu marg­ir eru særðir.

Þrír eru látnir í skotárás í Uppsölum, staðfestir lögreglan.
Þrír eru látn­ir í skotárás í Upp­söl­um, staðfest­ir lög­regl­an. AFP

Fyrr í dag var greint frá stórri lög­regluaðgerð við Vaksala-torg í miðborg Upp­sala eft­ir að til­kynn­ing­ar bár­ust um skot­hvelli í hverf­inu upp úr klukk­an 17 að staðar­tíma, eða 15 að ís­lensk­um.

Skotárás­in teng­ist hársnyrti­stofu við torgið, að sögn Aft­on­bla­det.

Lög­regl­an hef­ur lokað stóru svæði í miðborg­inni. Fjöldi vitna hef­ur lýst há­vær­um skot­hvell­um að sögn upp­lýs­inga­full­trúa lög­regl­unn­ar.

Vitni á vett­vangi lýsa at­b­urðunum sem skelfi­leg­um. „Ég heyrði fimm skot. Síðan sá ég fólk hlaupa í all­ar átt­ir og fela sig,“ seg­ir ónafn­greint vitni í sam­tali við SVT.

„Þetta er mjög al­var­legt at­vik,“ hef­ur Aft­on­bla­det eft­ir Magn­us Jans­son Klar­in lög­reglu­full­trúa. Lög­regla vinn­ur nú að því að tryggja ör­yggi á svæðinu. 

Á morg­un halda Sví­ar upp á Val­borg­ar­messu, sem er hald­in aðfara­kvöld 1. maí til heiðurs heil­agri Val­borgu.

Sá sem hleypti af skotunum er sagður hafa flúið vettvang …
Sá sem hleypti af skot­un­um er sagður hafa flúið vett­vang við Vaksala-torg á raf­hlaupa­hjóli. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert