Einn í haldi eftir skotárásina

Af vettvangi skotárásar í Uppsölum í gær.
Af vettvangi skotárásar í Uppsölum í gær. mbl.is/Gunnlaugur Snær

Einn er í haldi lög­regl­unn­ar í Upp­söl­um í Svíþjóð í tengsl­um við skotárás við hár­greiðslu­stofu í borg­inni í gær þar sem þrír létu lífið. Fólkið sem lést var á aldr­in­um 15 til 20 ára.

Að sögn Expressen voru nokkr­ir hand­tekn­ir í nótt. Tveim­ur var sleppt en snemma í morg­un var einn enn í haldi. Hann er sagður vera und­ir 18 ára aldri.

Ekki er vitað hvort um einn eða fleiri gerend­ur var að ræða en grímu­klædd­ur maður á raf­vespu sást fara af vett­vangi.  Strax eft­ir árás­ina sendi lög­regl­an þyrl­ur af stað, um­ferð lesta var stöðvuð og marg­ir bíl­ar voru stöðvaðir þar sem reynt var að hafa uppi á árás­ar­mann­in­um.

Í dag halda Sví­ar upp á Val­borg­ar­messu, sem er hald­in aðfaranótt 1. maí til heiðurs heil­agri Val­borgu. Lög­regl­an seg­ist hafa aukið ör­ygg­is­gæslu vegna hátíðahald­anna.

„Það er eng­in hætta fyr­ir al­menn­ing að vera ut­an­dyra,“ seg­ir Maria Hall, talsmaður lög­regl­unn­ar, við Upp­sala Nya Tidn­ing.

Þrír létust í skotárásinni.
Þrír lét­ust í skotárás­inni. mbl.is/​Gunn­laug­ur Snær

Gunn­ar Ström­mer, dóms­málaráðherra Svíþjóðar, sagði í morg­un að rík­is­stjórn­in líti skotárás­ina mjög al­var­leg­um aug­um.

„Á sama tíma og marg­ir voru að hefja Val­borg­ar­hátíðina voru þrír skotn­ir til bana. Þetta er grimmt og mis­kunn­ar­laust of­beld­is­verk. Þetta er ekki eitt­hvað sem sam­fé­lagið get­ur ekki sætt sig við,“ seg­ir hann.

Lög­regl­an í Upp­söl­um boðaði til frétta­manna­fund­ar í morg­un sem nú stend­ur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert