Mannúðaraðstoð á barmi þess að þurrkast út

Um 2,4 milljónir Palestínumanna reiða sig á mannúðaraðstoð á svæðinu.
Um 2,4 milljónir Palestínumanna reiða sig á mannúðaraðstoð á svæðinu. AFP

Mannúðaraðstoð á Gasa­svæðinu er á barmi þess að þurrk­ast út en ísra­elsk stjórn­völd hafa stöðvað all­ar hjálp­ar­send­ing­ar þangað síðustu tvo mánuði. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem Rauði kross­inn sendi frá sér fyrr í dag.

„Ef hjálp­astarf verður ekki end­ur­vakið taf­ar­laust mun Alþjóðaráð Rauða kross­ins (ICRC) ekki hafa aðgang að mat­væl­um, lyfj­um og lífs­nauðsyn­leg­um birgðum sem þarf til að halda uppi mörg­um af verk­efn­um Rauða kross­ins á Gasa,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu.

Ísra­elsk stjórn­völd stýra öllu flæði af hjálp­ar­gögn­um inn á Gasa­svæðið en þær 2,4 millj­ón­ir Palestínu­manna sem þar eru reiða sig á mannúðaraðstoð.

Ástandið má ekki hald­ast óbreytt

All­ar send­ing­ar hjálp­ar­gagna hafa verið stöðvaðar frá 2. mars en síðan hafa Sam­einuðu þjóðirn­ar ít­rekað varað við yf­ir­vof­andi hörm­ung­um og hung­urs­neið á Gasa.

Í til­kynn­ingu Rauða kross­ins var haft eft­ir Pascal Hundt, yf­ir­manni hjá ISRC, að ástandið mætti ekki og gæti ekki haldið áfram óbreytt.

Þá var lögð áhersla á að ísra­elsk­um stjórn­völd­um bæri skylda til að beita öll­um til­tæk­um ráðum til að tryggja það að grund­vall­arþörf­um al­mennra borg­ara væri mætt.

„Ef stöðvun hjálp­ar­gagna held­ur áfram munu verk­efni eins og sam­eig­in­leg eld­hús Alþjóðaráðs Rauða kross­ins, sem út­vega oft einu máltíðina sem fólk fær á hverj­um degi, aðeins geta starfað í nokkr­ar vik­ur í viðbót,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert