Þrír handteknir og drengnum sleppt

Þrír létu lífið í árásinni.
Þrír létu lífið í árásinni. mbl.is/Gunnlaugur Snær

Sænska lög­regl­an hef­ur hand­tekið þrjá í tengsl­um við skotárás við hár­greiðslu­stofu í Upp­söl­um þar sem þrír létu lífið á þriðju­dag. 16 ára dreng­ur sem var hand­tek­inn vegna árás­ar­inn­ar verður lát­inn laus úr haldi.

SVT grein­ir frá því að drengn­um verði sleppt síðar í dag og að rann­sókn hafi leitt í ljós að hann hafi ekki verið að verki. 

Dreng­ur­inn strauk af svo­kölluðu HVB-heim­ili, sem eru heim­ili fyr­ir vanda­laus börn, nokkr­um dög­um fyr­ir árás­ina. 

Lögmaður drengs­ins sagði í sam­tali við miðil­inn að um mik­inn létti sé að ræða. 

„Skjól­stæðing­ur minn gat svarað spurn­ing­um lög­regl­unn­ar og sannað sak­leysi sitt,“ sagði And­ers Sannervik lögmaður. 

Tveir menn, 25 ára og 35 ára, voru hand­tekn­ir í gær. Einn til viðbót­ar á tví­tugs­aldri var síðan hand­tek­inn í nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert