47 særðir í árás á Karkív

Íbúar Karkív fyrir utan hús sitt eftir árásina í gærkvöldi.
Íbúar Karkív fyrir utan hús sitt eftir árásina í gærkvöldi. AFP

Úkraínu­menn greindu frá því að 47 ein­stak­ling­ar særðust í dróna­árás Rússa á borg­ina Karkív seint í gær­kvöldi. Þá greindu Rúss­ar frá „stórri árás“ Úkraínu­manna í Krasnod­ar-héraði. 

„Fjand­sam­leg­ar árás­ir á Karkív ollu því að 47 óbreytt­ir borg­ar­ar særðust,“ sagði í færslu lög­regl­unn­ar í Karkív á Tel­egram. 

Oleg Sín­egu­bov rík­is­stjóri hafði áður greint frá því að um 50 hefðu særst, þar á meðal ell­efu ára stúlka. 

Karkív er nærri landa­mær­um Úkraínu að Rússlandi og hef­ur orðið fyr­ir linnu­laus­um árás­um síðan inn­rás Rússa hófst. 

Árás­in var gerð stuttu eft­ir árás Rússa í borg­inni Sapórisíja í Suður-Úkraínu þar sem fleiri en 20 særðust. 

Fjór­ir særðust í Rússlandi 

Ven­ía­mín Kondra­tíev, rík­is­stjóri Krasnod­ar í Rússlandi, greindi frá um­fangs­mik­illi úkraínskri árás í héraðinu sem ligg­ur við Svarta­haf. 

Í borg­inni Novoross­ísk höfðu skemmd­ir orðið á þrem­ur íbúðarblokk­um. Fjór­ir særðust, tveir full­orðnir og tvö börn. 

Í næstu viku á að hefjast þriggja daga vopna­hlé er Rúss­ar minn­ast stríðsloka seinni heimstyrj­ald­ar­inn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert