Haglél í 25 stiga hita

Manneskja hleypur í skjól í París í dag.
Manneskja hleypur í skjól í París í dag. AFP

Óvenju­legt veðuraf­brigði hrellti Par­ís­ar­búa í dag þegar hagl­él tók skyndi­lega að falla úr lofti þrátt fyr­ir að hita­stig væri ná­lægt 25 gráðum. Hvarvetna á net­inu má sjá furðulostna íbúa frönsku höfuðborg­ar­inn­ar furða sig á því sem fyr­ir augu ber.

Óli Þór Árna­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir að þó að fyr­ir­brigðið sé sjald­gæft þá ger­ist þetta af og til.

Haglið hring­sól­ar og fell­ur svo niður  

„Það er tals­vert skúra- og eld­inga­veður að fara yfir Frakk­land, Belg­íu, Hol­land og inn í Þýska­land. Þegar um er að ræða svona öfl­uga skúra- og élja­bakka þá er gjarn­an ís í toppn­um á skýj­un­um. Haglið hring­sól­ar í toppi skýj­anna þangað til það verður ein­fald­lega of þungt. Þá bráðnar það oft­ast og fell­ur til jarðar sem regn en alls ekki alltaf. Það er skýr­ing­in á því að menn geta séð hagl­él í 25 stiga hita,“ seg­ir Óli Þór Árna­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands.  

Haglið kom niður í 25 stiga hita.
Haglið kom niður í 25 stiga hita. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert