Lést eftir að sprengja sprakk í höndum hennar

Lögreglumenn rannsaka vettvang sprengingarinnar.
Lögreglumenn rannsaka vettvang sprengingarinnar. AFP

Grísk kona á fer­tugs­aldri lést í morg­un eft­ir að sprengja sem hún hélt á sprakk í hönd­um henn­ar fyr­ir utan banka í borg­inni Þessalón­íku. Talið er að kon­an hafi ætlað að koma sprengj­unni fyr­ir við hraðbanka.

Sam­kvæmt grísk­um fjöl­miðlum var kon­an 38 ára og hafði áður hlotið dóm fyr­ir bankarán. Hún var í fyrstu flutt á sjúkra­hús með al­var­lega áverka á hönd­um en lést af áverk­um sín­um skömmu síðar.

Tals­verðar skemmd­ir voru á bygg­ing­um og rúður brotnuðu þar sem sprengj­an sprakk. 

Talskona lög­regl­unn­ar sagði við grísku sjón­varps­stöðina Skai að rann­sókn væri haf­in og að til skoðunar væri hvort kon­an hefði tengsl við þekkt­an öfga­sinnaðan vinstrimann sem nú afplán­ar dóm fyr­ir vopnuð rán og árás­ir.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert