Stefnir í stórsigur Verkamannaflokksins

Forsætisráðherra Ástralíu og leiðtogi Verkamannaflokksins, Anthony Albanese.
Forsætisráðherra Ástralíu og leiðtogi Verkamannaflokksins, Anthony Albanese. AFP/Saeed Khan

Verka­manna­flokk­ur Ant­hony Al­banese fær 85 af 150 sæt­um í ástr­alska þing­inu, sam­kvæmt út­göngu­spám ABC, rík­is­út­varps­ins þar í landi.

Næst­stærst­ur er Íhalds­flokk­ur­inn und­ir stjórn Peters Dutt­ons sem er spáð 41 sæti á þing­inu. Aðrir flokk­ar fá níu sæti. Óvissa rík­ir um önn­ur 15 sæti, en ABC tel­ur lík­legt að sjö þeirra fari til Verka­manna­flokks­ins.

„Í dag kaus ástr­alska þjóðin áströlsk gildi: Sann­girni, metnað og tæki­færi fyr­ir alla,“ sagði Al­banese í sig­ur­ræðu sinni.

„Á þess­um tím­um alþjóðlegr­ar óvissu hafa Ástr­alir valið bjart­sýni og ákveðni.“

Íhalds­flokk­ur­inn, und­ir for­ystu Peter Dutt­on, hafði leitt skoðanakann­an­ir í þrjá mánuði og var því um mik­inn viðsnún­ing að ræða. Dutt­on hef­ur nú misst þing­sæti sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert